Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. október 2021

Tímarit Sameykis á leiðinni inn um póstlúguna

Styttingin fært mér nýtt líf segir Anna Lára Guðnadóttir verkefnastjóri innri rekstar í þjónustuveri hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Í tímariti Sameykis, 3. tbl, sem nú er á leið til félagsfólks er meðal efnis viðtöl við Hildi Evlalíu Unnarsdóttur, teymisstjóra hjá Þjóðleikhúsinu, Kára Sigurðsson, aðstoðarforstöðumann í Félagsmiðstöðinni í Hólmaseli og Önnu Láru Guðnadóttur, verkefnastjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands. Við skyggnumst inn í störf þeirra og spyrjum þau út í styttingu vinnuvikunnar.

Fjallað er um streituskalann en streita er víða alvarlegur vandi á vinnustöðum. Þá er grein um raunfærnimat í atvinnulífinu eftir Lilju Rós Óskarsdóttur og Sólborgu Öldu Pétursdóttur. Jóhanna Þórdórsdóttir, fræðslustjóri hjá Sameyki, skrifar grein um útskrift heilbrigðisgagnafræðinga.

Í tímaritinu er einnig grein eftir Auðunn Arnórsson sem fjallar um það hvernig bæta má mannauðsstjórnun í opinbera geiranum með réttri nýtingu könnunarinnar Stofnun ársins. Ekki má gleyma Gott að vita námskeiðunum en dagskrá þeirra má finna í tímaritinu. Þá er grein eftir Guðmund Frey Sveinsson, deildarstjóra kjaradeildar hjá Sameyki, um styttingu vinnuvikunnar og segir hann m.a. að markmið kerfisbreytinganna sé að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks.

 

Formaður Sameykis segir í leiðaragrein sinni: „Í samræðum á vinnustað, í uppeldi barnanna okkar, mótmælastöðu á Austurvelli, þátttöku í kórastarfi, tillitssemi í umferðinni, miðakaupum í dansskóla með makanum, í hlutverki trúnaðarmanna á vinnustöðum, þegar við kaupum happdrættismiða af Blindrafélaginu eða björgunarsveitinni, þá erum við bæði í kosningabaráttu og að kjósa. Svo ekki sé nú talað um virka þátttöku í stéttarfélagi og verkefnum þeirra. Með framgöngu okkar og orðræðu erum við að tala fyrir betra lífi, sanngjarni dreifingu auðæfa, hjálpsemi, samkennd og samvinnu. Og því að enginn sé skilinn eftir í hjálparleysi.“

Skopið eftir Halldór Baldursson er á sínum stað og auðvitað krossgátan líka.

Tímarit Sameykis er prentað á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír. Einnig er blaðið prentað með svansvottuðum jurtalitum en ekki með jarðolíulitum.