Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. október 2021

Er diskókynslóðin orðin gömul, nennirðu nokkuð að leggja inn á mig?

80's kynslóðin tók strætó og dansaði diskó.

Framundan eru nokkur mjög skemmtileg Gott að vita! námskeið á vegum Sameykis í samstarfi við Framvegis fræðslumiðstöð. Við viljum vekja athygli á námskeiðinu, Af kynslóðabilunum og öðrum bilunum sem fjallar um einkenni og athafnir kynslóðanna og samskiptin á milli þeirra. Það er með ólíkyndum hve ólík dískó og pönk kynslóðin, sem steig trylltan dans í Villta tryllta Villa eða hékk í spilasölum og lék sér í Pacman leikjum í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, er þeirri sem nú hangir með snjallsímann í lófanum og spyr hvort við nennum að leggja inn á sig. Hver eru einkenni kynslóðanna? Mjög skemmtilegir og áhugaverðir heimar kannaðir á þessu líflega námskeiði.

 

Námskeiðið er endurgjaldslaust fyrir félaga í Sameyki.

Dagsetning: Mánudagur 18. október.
Klukkan: 20:00-21:00.
Lengd: 1 klst.
Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman.

Þú skráir þig á þetta námskeið hér

Þú getur lesið um öll Gott að vita! námskeiðin á PDF hér