Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. október 2021

Heimavinna í heimsfaraldri rædd á fulltrúaráðsfundi Sameykis í gær

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis setti fund Fulltrúaráðs í gær í Gullhömrum, bauð fundarmenn og aðra gesti velkomna á fundinn. Góð mæting var á fundinum og voru 64 fulltrúar á fundinum þar sem skipt var upp í hópa sem skipuðu málefnanefndir sem ákveða hvernig þær munu starfa á kosningatímabilinu.

Málefnanefndirnar leggja grunn að starfi Sameykis og sagði Þórarinn við það tækifæri: „Stéttarfélög mega aldrei tréna eða fúna. Þau þurfa að halda vöku sinni og muna að réttindi sem stéttarfélögin í landinu hafa náð í gegnum tíðina hafa alls ekki komið af sjálfu sér. Við þekkjum vökulögin og þau réttindi sem þar náðust, veikindaréttinn, orlofsréttinn og fleiri heit baráttumál, nú síðast styttingu vinnuvikunnar. Þessi gildi og réttindi gætu tapast ef við erum ekki vakandi. Vinnandi fólki hefur aldrei verið fært neitt uppí hendurnar á silfurfati í réttindabaráttunni, og við verðum að hafa það hugfast í komandi kjarasamningum að launafólk eru ekki þiggjendur. Við erum og ætlum að vera gerendur og móta okkar framtíð á vinnumarkaðinum sjálf.“

Þórarinn fór einnig yfir helstu málin hjá sem eru í deiglunni hjá Sameyki; styttingu vinnuvikunnar, kjaramál og ýmiss samningsmál og framvindu þeirra. Þá greindi formaður Sameykis á að 20 ár eru síðan Starfsmennt hóf starfssemi sína og er það stærsta menntasetur opinberra starfsmanna á landinu og var dagurinn tekinn hátíðlega hjá þeim.

 

Meirhluti þeirra sem vinna heima telja það vera jákvætt
Gestir fundarins voru Magnús Baldursson og Bjarni Þór Sigurðsson, ráðgjafar hjá Ráðhúsinu, sem fóru yfir viðamikla viðhorfskönnun sem gerð var fyrir Sameyki á vormánuðum. Erindið var áhugavert og kom fram í viðhorfskönnuninni greinileg jákvæð viðhorf félaga Sameykis til heimavinnu. Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að karlar tilgreina frekar söknuð á félagsskap í vinnunni á meðan konur nefndu einangrun sem fyldi heimavinnu. Af neikvæðum þáttum má nefna að heimavinnu fylgir oft minni líkamleg hreyfing og verra mataræði. Einnig var það mismundandi hvernig starfsfólk var útbúið frá vinnuveitanda til heimavinnu og að lokum sögðu þeir félagar í Ráðhúsinu að greinilega hafi komið fram í viðhorfskönnuninn að opinberir starfsmenn vilja getað átt þess kost að vinna heima eftir að COVID-19 faraldrinum formlega ljúki.

 

Að loknum erindum var skipað í hópa sem ákváðu málefnanefndirnar sem voru kynntar á fundinum og þær eru:

  • Kjara- og starfsumhverfisnefnd
  • Framtíðarvinnumarkaðsnefnd Rafrænn
  • Heilbrigðis og velferðarnefnd

Formaður þakkaði fundargestum að loknum umræðum og sleit fundi.