Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. október 2021

Mesta húsnæðisöryggið og ánægja leigjenda er hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum

Bátavogur í Reykjavík þar sem Bjarg íbúðafélag byggir leiguíbúðir

Í nýjustu mánaðarskýrslu HMS er fjallað um leigumarkaðinn. Þar kemur fram að stærstur hluti leigumarkaðarins leigi af einstaklingi á almennum markaði, eða 41,9 prósent. Alls 18 prósent leigjenda leigja af ættingjum eða vinum. Hlutdeild einkarekinna leigufélaga á markaðinum er um tíu prósent, svipað hlutfall leigir af sveitarfélögum, 8,6 prósent á stúdentagörðum og 4,6 prósent leigja nú af óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi íbúðafélagi sem er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB.

Fram kemur í leigumarkaðsskýrslu HMS að 84 prósent þeirra sem leigja íbúð af óhagnaðardrifnum leigufélögum líkt og Bjargi íbúðafélagi eru ánægðir með húsnæðið sem þeir leigja. Þeir eru einnig ánægðastir allra á leigumarkaði.

Í frétt Kjarnans í dag sem fjallar um skýrsluna segir m.a.:  „Í maí síðastliðnum tilkynnti Bjarg íbúðafélag að það hygðist lækka leigu hjá um 190 leigutökum félagsins. Meðalleigugreiðslur leigutaka áttu sam­kvæmt þeirri ákvörðun að lækka um 14 prósent, úr um 180 þúsund krónum í 155 þúsund. Þetta var gert í kjölfar endurfjármögnunar og endurskoðunar rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við Móaveg og Urðarbrunn í Reykjavík.“