Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. október 2021

Sameyki óskar eftir skrifstofustjóra til starfa

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu leitar að öflugum skrifstofustjóra. Hlutverk skrifstofustjóra er að tryggja framkvæmd þeirra ákvarðana sem teknar eru í rekstri og mannauðsmálum félagsins í samstarfi við formann. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir ríkri leiðtogafærni og hefur góða reynslu og skilning á rekstri starfseininga.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu er stærsta stéttarfélagið á opinberum vinnumarkaði. Félagið þjónar rúmlega 12500 félagsmönnum um land allt. Á skrifstofu félagsins starfa 17 starfsmenn.

Með umsókninni skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og hæfni viðkomandi til að gegna starfi skrifstofustjóra rökstudd.
Umsóknarfrestur er til og með 25. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á vefsíðu Hagvangs, sjá hér.