25. október 2021
Skotheldar aðferðir á námskeiði með Sirrý
![Skotheldar aðferðir á námskeiði með Sirrý - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2021/Sirry%cc%81%20Arnardo%cc%81ttir.jpg?proc=frontPage)
Sirrý Arnardóttir við fundarstjórn.
Misstu ekki af mjög skemmtilegum fyrirlestri með fjölmiðlakonunni Sirrý Arnardóttur sem ætlar að fjalla um örugga tjáningu og og betri samskipti sem fram fer á miðvikudaginn komandi hjá Framvegis og ber yfirskriftina, Örugg tjáning og framkoma á fundum í rafheimum. Eftir fyrirlesturinn verða umræður um efni hans. Það sem þátttakendur mega vænta er að fá verkfæri með hagnýtum ráðum til að tjá sig af öryggi í rafheimum og raunheimum.
Meðal efnis:
• Hvernig er hægt að nýta sér sviðsskrekk
• Skotheld aðferð til að undirbúa ,,óundirbúna” ræðu
• Hagnýtar aðferðir og æfingar til að verða betri ræðumaður/viðmælandi
• Örugg tjáning og framkoma á fundum í rafheimum
Dagsetning: Miðvikudagur 27. október, kl. 19:00 - 20:30
Leiðbeinandi: Sirrý Arnardóttir, sem á að baki 30 ára farsælan fjölmiðlaferil en starfar nú sem stjórnendaþjálfari, fyrirlesari, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst.
Netviðburður – skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.