22. nóvember 2021
Námskeið um betri tíma í vaktavinnu
Við vekjum athygli á námskeiðum Starfsmenntar fyrir starfsfólk í vaktavinnu þar sem farið verður yfir verkefnið Betri vinnutími í vaktavinnu. Námskeiðin verða haldin 8. og 9. desember. Þau verða kennd í gegnum vefinn og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru hugsuð sem fræðsla til upprifjunar. Farið verður yfir markmið, leiðarljós og forsendur betri vinnutíma í vaktavinnu og farið yfir virkni og mælikvarða verkefnisins síðustu sex mánuði. Kennari á námskeiðunum verður Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur hjá BSRB.
Verkefnið Betri vinnutími í vaktavinnu er samstarfsverkefni opinberra launagreiðenda annars vegar, þ.e. ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga og ASÍ, BHM, BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar og byggir á breytingum á kjarasamningum aðila, sem samþykktar voru árið 2020. Um er að ræða einhverjar mestu breytingar á vinnutíma í vaktavinnu í tæplega 50 ár. Samningsaðilar óskuðu eftir því við Fræðslusetrið Starfsmennt að það hefði umsjón með fræðslu til að styðja við farsæla innleiðingu breytinganna.
Námskeiðin eru ætluð starfsfólki í vaktavinnu hjá opinberum launagreiðendum.
Annað stuðningsefni:
Almennt fræðsluefni um Betri vinnutíma í vaktavinnu
Betri vinnutími í vaktavinnu á Facebook
Skráning fer fram á vef Starfsmenntar, sjá hér.