Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. desember 2021

Giggarar á vinnumarkaði

Samsett ljósmynd af félagsfólki BSRB.

Í tímariti Sameykis sem borið verður út til félagsmanna eftir helgi er fjallað um giggara á íslenskum vinnumarkaði. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri hjá Deloitte á Íslandi sendu nýverið frá sér bókina Völundarhús tækifæranna. Þar fjalla þær um byltingu svonefndra giggara á vinnumarkaði eins og nú er í tísku að kalla verktaka. Í greininni er fjallað um þá hættu sem skapast fyrir verktaka sem starfa inn á stofnunum ríkis og sveitarfélaga án þess að greiða í sameiginlega sjóði launafólks hafi ekki nein réttindi á við vinnufélaga sem eru í ráðningarsambandi við vinnustaðinn.

„Ef til vill er orðið tímabært að tryggja réttindi giggaranna eða gerviverktakanna t.d. með því að treysta stöðu þeirra gagnvart atvinnurekendum þannig að þeir njóti sömu réttinda á vinnumarkaði eins og annað launafólk. Giggarar eru gerviverktakar sem hafa engin réttindi gagnvart vinnuveitanda og vinnuveitandi ber enga ábyrgð gagnvart þeim. ... Mikilvægt er heilbrigt vinnusamband við launafólk sem tryggir því sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði. Norræna velferðarmódelið byggir nefnilega á því að á vinnumarkaði ríki jafnivægi sem eykur velsæld allra þegar rétt er gefið.

Tímarit Sameykis er prentað á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír. Einnig er blaðið prentað með svansvottuðum jurtalitum en ekki með jarðolíulitum.