Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. desember 2021

Gagnrýnir stöðuna um jöfnun launa á milli markaða

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis. Ljósmynd/BIG.

Formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð, gagnrýnir stöðuna sem er á verkefninu um jöfnun launa á milli markaða. Segir hann í leiðaragrein í 4. tbl. tímarits Sameykis: „Um langa hríð hafa laun opinberra starfsmanna verið töluvert lægri heldur en laun á almennum markaði. Að meðaltali eru þau um 16,7 prósent lægri. Í umræðu áranna hafa ýmsir haldið því fram að það væri réttlátur munur því opinberir starfsmenn væru með svo rík réttindi í lífeyrisgreiðslum. Þegar kæmi að greiðslu lífeyris myndi jafnræði nást í ævitekjum vegna hærri lífeyrisgreiðslna til opinberra starfsmanna. ... Leiðréttingu á lífeyrisréttindum starfsfólks á almennum markaði átti að framkvæma á þremur árum og gekk það eftir upp á punkt og prik. Leiðréttingin til opinberra starfsmanna, sem fólst í jöfnun launa á milli markaða, átti að framkvæma á 6 - 10 árum. Launabilið á milli markaða væri að meðaltali um 16,7 prósent og til að jafna það launabil fæli í sér kostnað. Í tímasettri áætlun átti fyrsta skrefið í leiðréttingunni að koma til framkvæmdar þann 1. janúar síðastliðinn. Ekkert bólar á því skrefi enn sem komið er.

...

„Því hefur verið fleygt fram að hjá hinu opinbera sé ekki mikill áhugi á að keyra verkefnið áfram. Að fulltrúar hins opinbera séu að teygja lopann og drepa málinu á dreif innan starfshópsins sem ábyrgðina bera á verkefninu,“ segir formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð m.a. um jöfnun launa á milli markaða í leiðaragrein sinni sem lesa má í heild sinni hér.

Tímarit Sameykis er prentað á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír. Einnig er blaðið prentað með svansvottuðum jurtalitum en ekki með jarðolíulitum.