28. janúar 2022
Segir sig úr stjórn Sameykis
Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu fundaði í dag um stöðu í máli Harðar Oddfríðarsonar stjórnarmanns í Sameyki vegna frétta um atvik sem átt sér stað gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna.
Niðurstaða fundarins er sú að Hörður Oddfríðarson, sem tók sæti í stjórn í mars 2021, hefur sagt sig úr stjórn félagsins ásamt öðrum trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt fyrir Sameyki.