3. febrúar 2022
Félagsfundur á Vesturlandi og Vestfjörðum
Svæði rafræns félagsfundar
Rafrænir félagsfundir verða haldnir um allt land og hefjast 8. febrúar n.k. fyrir félaga í Sameyki á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Haldið verður áfram með fundina hringinn í kringum landið og endað með tveimur fundum fyrir félagsfólk Sameykis á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum 1. og 2. mars.
Við hvetjum alla félaga í Sameyki til að taka þátt í fundunum þar sem umræðuefnin verða réttindamál, kjaramál, heimavinna í heimsfaraldrinum og viðhorf félagsfólks til hennar. Formaður Sameykis fjallar um umræður um opinbera starfsmenn í samfélaginu og mikilvægi þeirra starfa sem þeir sinna, jöfnun launa á milli markaða ofl.
Í spjallborði fundanna frá Sameyki eru; Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis, Guðmundur Freyr Sveinsson deildarstjóri kjaradeildar og Jakobína Þórðardóttir deildarstjóri félagsdeildar. Upplýst umræða um Sameyki, réttindi og kjaramál og önnur málefni sem varða félagsfólk er nauðsynleg. Áætlað að hver fundur standi yfir í eina klukkustund.
Félagsfólk á Vesturlandi og Vestfjörðum
Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 8.febrúar kl. 10:00-11:00 með Teams fjarfundarbúnaði. Skráið ykkur hér á fundinn. Hlekkur á fundinn verður sendur til þeirra sem skrá sig.
Á fundinum verður fjallað um styttingu vinnuvikunnar, áhrif COVID-19 og áróður Samtaka atvinnulífsins og fleiri aðila á opinbera starfsmenn. Formaður Sameykis og deildarstjórar munu hefja samtalið með uppleggi/innleggi um málin. Allir félagar hvattir til að mæta og taka þátt í samtalinu.
Dagskrá fundarins 8. febrúar kl. 10.
Stytting vinnuvikunnar
• Hvernig er reynslan?
• Hver er staðan?
Erindi: Guðmundur Freyr Sveinsson deildarstjóri kjaradeildar.
Áhrif heimsfaraldursins
• Heimavinnan
• Stiklað yfir skýrslu Ráðhússins
Erindi: Jakobína Þórðardóttir deildarstjóri félagsdeildar.
Að gera opinbera starfsmenn að blórabögglum
• Árásir á opinbera starfsmenn
• Jöfnun launa milli markaða
Erindi: Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis.