Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. febrúar 2022

Komdu á Gott að vita námskeið

Sameyki í samstarfi við Framvegis halda námskeið fyrir sitt félagsfólk í vor. Félagið býður upp á námskeiðin fyrir félagsmenn sína þeim að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu, bæði stutta og lengri og á mismunandi tíma svo flestir geti fundið námskeið við sitt hæfi.

Hægt er að skoða framboðið af námskeiðum á Facebook síðu félagsins og skrá sig þar með því að smella á hlekk í skýringartexta við hvert námskeið. Einnig er hægt að skrá sig beint á Gott að vita námskeið á vefsíðu Framvegis.

Fyrsta námskeiðið, Borðaðu grænna, hefst 16. Febrúar klukkan 17:30 og stendur yfir í 1,6 klst. til klukkan 19:00.

Fjöldi áhugaverðra Gott að vita námskeiða er í boði:
Borðaðu grænna
Lærðu að prjóna sokka
Pottaplöntur
Að fara í gegnum breytingar
Pólland fyrir ferðamenn
Eldhúsið er hjarta heimilisins
Þriðja vaktin - hugræn byrði og verkaskipting heimilisins
Að safna fyrir fyrstu íbúð
Mátturinn í næringunni

 

Fjöldi fleiri Gott að vita námskeiða eru í boði á vorönn. Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvern viðburð er oftast 12 en það er þó mismunandi eftir námskeiðum. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst.