21. febrúar 2022
Orlofsblað Sameykis komið út
Í nýju orlofsblaði Sameykis sem fer í póst til félagsfólks í dag má finna allar upplýsingar um orlofseignir félagsins sem standa félagsmönnum til boða í úthlutun í sumar. Einnig eru í blaðinu kynntar eignir sem verða einungis í dagleigu í sumar og eru þær merktar sérstaklega í flipa við hvert hús. Félagið á nú 69 eignir, þar af þrjár á Spáni. Sameyki leggur mikla áherslu á að bjóða félagsmönnum upp á falleg orlofshús með góðri aðstöðu í fallegu umhverfi.
Það sem af er ári hafa verið miklar framkvæmir í Munaðarnesi eins og undanfarin ár. Unnið er að endurnýjun á orlofshúsum í Eyrarhlíð og er áætlað að þau fari í útleigu snemma á þessu ári. Hafið var að endurnýja orlofshús félagsins við Arnarstapa á Snæfellsnesi í upphafi árs en áætlað er að framkvæmdum ljúki þar með vorinu. Það mun verða boðið til útleigu um leið og framkvæmdum þar lýkur. Frestur til að sækja um orlofshúsin er frá 7. mars til 27. mars. Úthlutun lýkur 31. mars. Orlofstímabilið er 27. maí til 26. ágúst 2022. Dagleiguhús opna 22. apríl.
Óskum við þess að félagar í Sameyki hafi ánægju af því að skoða þá orlofskosti sem í boði eru í orlofsblaðinu og njóti þess að dvelja í orlofshúsum félagsins.