Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. mars 2022

Frádráttur á móti styrkjum frá Sameyki í skattaframtali

Nú er búið að opna fyrir skil á skattframtali og því minnum við félagsmenn sem fengu styrk á árinu 2021 að huga að því hvort heimilt sé að færa kostnað til frádráttar.

Fræðslustyrkir og styrkir úr styrktar- og sjúkrasjóði birtast sjálfkrafa á netframtali þeirra félagsmanna sem fengið hafa slíka styrki. Hægt er að skrá kostnað á móti fræðslustyrkjum sem tengjast starfi og á móti líkamsræktarstyrkjum. Gera skal sundurliðaða grein fyrir kostnaði á móti fræðslustyrkjum á sérstöku yfirliti sem fylgir framtalinu. Frádráttur á móti fræðslustyrkjum færist í reit 149 á skattframtali og í reit 157 vegna líkamsræktarstyrkja.

Heimilt er að færa til frádráttar heilsurækt uppá 65.000 kr. á tekjuárinu 2021. Aðrir styrkir styrktar- og sjúkrasjóðs eru skattskyldir.

ATHUGIÐ! Þú getur nálgast upplýsingar um hvaða styrki þú hefur fengið á árinu 2021 með því að skrá þig inn á Mínar síður Sameykis og þar velur þú Mínar upplýsingar, Mínar umsóknir.

Sjá nánar um frádrátt á móti styrkjum á vef RSK.

Skilafrestur framtals er til 14. mars næstkomandi.