4. mars 2022
Umsóknir um orlofshús Sameykis
![Umsóknir um orlofshús Sameykis - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2022/Muna%c3%b0arnes%20MWL%205-48-87[12].jpg?proc=frontPage)
Orlofssvæði SAmeykis í Munaðarnesi. Ljósmynd/Mats Vibe Lund
Við viljum vekja athygli félagsmanna í Sameyki á því að næstkomandi mánudag 7. mars opnar fyrir umsóknir um orlofshús Sameykis innanlands fyrir sumarið. Umsóknartímabilið stendur til 27. mars og úthlutað verður eftir punktakerfi fimmtudaginn 31. mars.
Sumar - innanlands: Umsóknartímabil er 7.- 27. mars 2022 og hægt er að fylla út umsóknir á Orlofshúsavef Sameykis á þessu tímabili. Úthlutað verður 31. mars eftir punktakerfi.
Sumar- dagleiga: 22. apríl opnar fyrir leigu í þeim orlofshúsum sem eru í dagleigu í sumar ásamt þeim húsum sem ekki ganga út í úthlutuninni.
Hér má skoða orlofsblað Sameykis.