7. mars 2022
Færeyingar vilja stytta vinnuvikuna
Þórshöfn í Færeyjum.
Færeyingar hyggjast stytta vinnuvikuna í 37 klst. og samkvæmt könnun sem Starvsfelagid lét gera fyrir sig kemur fram mikill vilji launafólks á opinberum vinnumarkaði í Færeyjum að stytta vinnuvikuna um þrjár klukkustundir. Í könnuninni kemur fram að nettókostnaður við að stytta vinnuvikuna í 37 klukkustundir eru 104,4 milljónir danskra króna. Þeir stjórnmálamenn sem hafa talað gegn styttingu vinnuvikunnar þar í landi hafa haldið því fram að það muni kosta atvinnurekendur 750 milljónir danskra króna, en reyndin er önnur samkvæmt Starvsfelaginu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í Smærunni.
Könnunin sýnir að styttri vinnuvika þýðir minna álag á starfsfólk, færri veikindadaga og batnandi lífskjör. Starfvsfelagið segir að styttri vinnuvika sé góð fyrir samfélagið allt, sumir undirstrika að það sé nauðsynlegt að stytta vinnuvikuna og full alvara fylgir því að klára verkefnið. Stéttarfélögin í Færeyjum fagna því að kostnaðurinn sé minni en áður var spáð og nú verður hafið samstarf við stjórnvöld um styttingu vinnuvikunnar svo launafólk í Færeyjum verði samkeppnishæfari í harðri samkeppni um vinnuafl.
Könnunin byggir á grunni 5.630 opinberra starfsmanna, þar af 4.448 hjá ríkinu og 1.182 hjá sveitarfélögum. Jan Otto S. Holm, MA í fjármálum, og Regin Berg, stjórnmálafræðingur, höfðu umsjón með framkvæmd könnunarinnar: „37 stunda vinnuvika, kostir og gallar“ fyrir átta stéttarfélög á opinberum vinnumarkaði.