Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. mars 2022

Kjarasamningar Sameykis við ríki og Reykjavíkurborg

Sameyki er búið að gefa út texta úr kjarasamningum við ríkið og Reykjavíkurborg þar sem kjarasamningsgreinar sem voru dottnar úr gildi eða höfðu breyst fyrir 1. maí 2021.

Í nýrri útgáfu eru birtast því aðeins þær kjarasamningsgreinar sem eru virkar á tímabilinu 1. maí 2021 til 31. mars 2023. Þetta á t.d. við um breytingar á vaktavinnukaflanum og orlofskaflanum ásamt fleiri atriðum sem varða styttingu vinnuvikunnar.

Með þessari útgáfu verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að lesa sig til um réttindi sín og skyldur samkvæmt kjarasamningi þar sem ekki þarf að huga að því hvaða greinar eru í gildi og hverjar ekki eftir 1. maí 2021. (Því ýmsar breytingar voru skrifaðar inn í kjarasamninginn sem er með gildistíma frá 2019.)

Heildarsamningarnir eru þó áfram aðgengilegir hér á heimasíðunni, þ.e. hinir undirrituðu samningar sem eru með gildistíma frá 1. apríl 2019-31. mars 2023.

Skoða kjarasamning Sameykis við ríkið hér

Skoða kjarasamng Sameykis við Reykjavíkurborg hér