Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. mars 2022

Málþing um mannauðsmál haldið í dag

Í dag stendur Sameyki fyrir málþingi um mannauðsmál og í framhaldi verður hátíðin Stofnun ársins sett þar sem veittar verðar viðurkenningar þeim stofnunun sem skarað hafa framúr á sviði mannauðsmála. Máþingið ber yfirskriftina Vellíðan og vöxtur í betri vinnutíma og um það fjalla á málþinginu Sóley Kristjánsdóttir sérfræðingur á sviði mannauðsmála, Bára Hildur Jóhannsdóttir verkefnastjóri betri vinnutíma í vaktavinnu, Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi og Auðunn Arnórsson MPA.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu vill með máþinginu vekja athygli á hve mikilvægt er að stjórnendur stofnana ríkis og sveitarfélaga hugi að mannauðsmálum á vinnustöðum og þeirri staðreynd að vellíðan og vöxtur í betri vinnutíma stuðlar að betri vinnustað, ánægðari starfsfólki og betri þjónustu við almenning.

Auðunn Arnórsson segir í grein í tímariti Sameykis um mannauðsmál hjá ríkinu að með tilkomu stjórnendastefnu ríkisins, ekki sízt með innleiðingu stjórnendasamtala og endurgjafar fyrir forstöðumenn, er loks bætt úr atriði sem sérfræðingar í mannauðsmálum höfðu lengi bent á að væri ábótavant á sviði mannauðsstjórnunar hjá ríkinu. Viðmið stjórnendastefnunnar og markmiðin með innleiðingu hennar ríma fullkomlega við það sem könnunin Stofnun ársins hefur frá upphafi reynt að ýta undir: Að efla metnað stjórnenda hjá hinu opinbera til að gera betur, bæta stjórnun og stuðla að meiri starfsánægju starfsfólks, öllum til hagsbóta.

Lesa má grein Auðuns Arnórssonar á vef Sameykis hér.