Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. mars 2022

Aðalfundur Sameykis haldinn á morgun

Aðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu verður haldinn á morgun 31. mars 2022 á 2. hæð á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, klukkan 16:30. Á dagskrá verður skýrsla stjórnar um starfsemi Sameykis á síðasta ári. Lagðir verða fram endurskoðaðir reikningar síðasta árs. Kosning löggilts endurskoðanda ásamt tveimur skoðunarmönnum og tveimur til vara.

Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram til samþykktar. Lagðar verða fram tillögur að lagabreytingum og tillaga að breytingum á aðild félagsfólks að sjúkra- og styrktarsjóði Sameykis. Tillaga verður einnig lögð fram um breytingar á félagsgjaldi félagsfólks. Ályktanir aðalfundar afgreiddar sem og önnur mál.


Dagskrá aðalfundar

• Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu ári.
• Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið almanaksár.
• Tekin ákvörðun um tillögur til lagabreytinga og breytinga á reglum sjóða.
• Kosinn löggiltur endurskoðandi félagsreikninga, tveir skoðunarmenn og tveir til vara.
• Ákveðið árgjald félagsfólks og skipting þess milli sjóða.
• Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram til samþykktar.
• Ályktanir aðalfundar afgreiddar.
• Önnur mál.

Við hvetjum félagsfólk til að skrá sig á fundinn og taka þátt í mótun félagsins. Fundurinn er staðbundinn og hægt er að fylgjast með honum í gegnum fjarfundarbúnað.

 

Skráðu þig á fundinn hér.