Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

31. mars 2022

„Það er víða veisla í atvinnulífinu“

Stefán Ólafsson pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u. Skjáskot/RÚV

„Síbylja atvinnurekenda um „ekkert svigrúm til launahækkana“ er tekin að hljóma með vaxandi þunga, eins og alltaf í aðdraganda kjarasamninga. Að þessu sinni er klisjan óvenju langt frá veruleikanum.“

Stefán Ólafsson, prófessor emeritus í félagsfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, segir í grein sinni í Vísbendingu Ágætt svigrúm til samninga að miklar arðgreiðslur og launahækkanir forstjóra sýna svigrúm til launahækkana í næstu kjarasamningum. Þá segir hann forstjóra lifa í öðrum heimi en starfsfólk þeirra og enn aðrir tali um „sprengingu í arðgreiðslum“ úr fyrirtækjunum sem hafi fulla vasa fjár sem sum hver greiða sér mikinn arð og um leið hafi þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldursins. Stefán segir ennfremur að stjórnendur fyrirtækja taki hluta launa sinna sem bónusa og geti þannig bætt allt að 25 prósentum ofan á árslaun sín. Þá geta kaupréttarsamningar skilað þeim milljónatugum í hagnað.

„Staðhæfingar atvinnurekenda um að ekkert svigrúm sé til launahækkana er óvenju langt frá veruleikanum í komandi kjarasamningum, líkt og miklar launahækkanir forstjóra fyrirtækja hérlendis og arðgreiðslur til hluthafa sýna.“

Vaxtabætur að hverfa
Stefán segir í greininni að ef menn vilja hlífa fyrirtækjum við miklum launahækkunum þá megi hækka „félagslegu launin“ úr velferðarkerfinu og vísar þar í tilfærslukerfi heimilanna; barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur. Þá segir hann þær bætur hafi veikst verulega á síðustu árum og alls ekki haldið raungildi sínu né haldist í við þarfir.

„Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt stjórnvöld vera á þeirri vegferð að hækka barnabætur, sérstaklega til þeirra tekjulægstu. Þetta var gert lítillega í aðdraganda Lífskjarasamningsins en um snautlega lága upphæð. Síðan þá hafa barnabætur ekki verið verðbættar né tengdar launaþróuninni þannig að hækkanir sem stjórnin boðaði í fjárlögum fyrir 2022 dugðu ekki til að bæturnar héldu raungildi sínu frá 2019. Þær hefðu þurft að hækka helmingi meira til þess.“

Greinin birtist í Vísbendingu.