26. apríl 2022
Hittumst á baráttudegi launafólks
Dagskrá
Kl. 13.00. Við söfnumst saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar.
Kl.13.30. Kröfugangan fer af stað niður Laugaveginn með Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitinni Svan.
Kl. 14.10. Útifundur hefst á lngólfstorgi
Dagskrá útifundar
Þórhildur Þorkelsdóttir fundarstjóri setur fundinn og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, flytja ávörp.
Bubbi Morthens og Una Torfa leika tónlist. Í lok fundarins flytja Lúðrasveitir og tónlistarfólk Maístjörnuna og Internasjónalinn, alþjóðlegan baráttusöng verkalýðsins.
Internationalinn
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímu tök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
Boða kúgun ragna rök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag
þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.
Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt
þó að framtíð sé falin ...
Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð.
þó að framtíð sé falin ...
Höfundur texta: Sveinbjörn Sigurjónsson
Höfundur lags: Eugén Pottier.