28. apríl 2022
Ríkið takmarkar hækkun grunnlauna vegna hagvaxtarauka
Ríkið hefur ákveðið einhliða að hækka grunnlaun mismunandi mikið eftir launaflokkum þ.e. frá 7.875 til 10.500 kr. vegna hagvaxtarauka ólíkt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.
Ríkið hefur ákveðið einhliða að hækka grunnlaun mismunandi mikið eftir launaflokkum þ.e. frá 7.875 til 10.500 kr. vegna hagvaxtarauka ólíkt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg sem hækkaði alla grunnlaunaflokka sína um 10.500 kr.
Þessu hefur Sameyki mótmælt harðlega og gert kröfu um að allir grunnlaunaflokkar hjá ríkinu hækki um 10.500 kr. eins og Lífskjarasamningurinn gerir ráð fyrir gagnvart kauptöxtum en ríkið hefur vísað til þess að almenn laun fái 7.875 kr. hækkun.
Á þeim forsendum ætlar ríkið að greiða 10.500 kr. á alla grunnlaunaflokka frá 1-15. Launaflokkar frá 16-23 fá hækkun á bilinu 7.875 – 10.500 kr. og launaflokkar frá og með 24 fá 7.875 kr. Nýja launatöflu ríkisins má nálgast hér á vef Fjársýslu ríkisins.
Hækkunin reiknast frá 1. apríl 2022 og greiðast því í fyrsta skiptið nú um mánaðarmótin næstkomandi.