Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. maí 2022

Vinnustaður framtíðarinnar

Björgvin Víkingsson forstjóri Ríkiskaupa.

Í nýútkomnu tímariti Sameykis er viðtal við Björgvin Víkingsson forstjóra Ríkiskaupa. Hann segir vinnustaðinn vilja taka skref fram á við í að skapa vinnustað framtíðarinnar, þá á hann ekki aðeins við um verkefnin sem stofnunin er að fást við, heldur vinnuaðstæður, móral á vinnustaðnum, líðan fólksins og þátttökustjórnun.

Ríkiskaup hlaut viðurkenninguna Hástökkvari ársins á hátíðinni Stofnun ársins og stökk stofnunin upp um 68 sæti í könnuninni. Björgvin segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun alls starfsfólksins að ná árangri í könnuninni Stofnun ársins. Ákveðin var stefnubreyting með starfsfólkinu hjá stofnuninni um að leggja mikla áherslu á umbætur í mannauðsmálum og hafist var handa við að endurskipuleggja stofnunina frá grunni og breyta viðhorfum til þess hvernig starfsfólk og stjórnendur stofnunarinnar sinna sínum verkefnum.

„Það var eitt af útgefnum markmiðum okkar að verða Stofnun ársins og Hástökkvari ársins er frábært skref í áttina að því, og þessi viðurkenning sýnir okkur að viljinn til þess að verða valin Stofnun ársins er fyrir hendi hjá okkur. Það skiptir máli fyrir okkur að áhuginn sé einlægur og byggður á staðreyndum í mannauðsmálum. Nú er síðan verkefnið hvernig við náum að komast alla leið á toppinn.“

Lestu viðtalið við Björgvin Víkingsson hér.