Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. maí 2022

Tryggja þarf leikskólapláss fyrir 12 mánaða börn

„Við hjá BSRB gerum kröfu um rétt allra barna að þau komist inn á leikskóla eftir fæðingarorlofi líkur við 12 mánaða aldur.“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kynnti niðurstöður nýrrar skýrslu bandalagsins um umönnunarbilið svokallaða og stöðu leikskólamála á Íslandi. Kynningin fór fram í beinu streymi á Facebook. Sagði Sonja Ýr að ákvörðun alþingis um lengingu fæðingarorlofsins í 12 mánuði hafi verið tekin 2019 en ríkisstjórin brást ekki við fyrr en 2021. Sveitarfélögin hafi horft til þess að ríkið lengdi fæðingarorlofið og í kjölfarið myndi sveitarfélögin bregðast við til að mæta þörfinni. Í kynningunni kom fram að 66 prósent barna komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Er þetta nokkur breyting frá 2017, þegar meðalaldur var 20 mánuðir.

„Þetta er risastórt vinnumarkaðsmál og risastórt kjaramál. Þegar mæður eru lengur heima hefur það áhrif á ævitekjur kvenna. Þetta er mikilvægt hagsmunamál allra fjölskyldna í landinu, sagði Sonja Ýr.“

Á Norðurlöndunum er lögbundinn réttur barna til dagvistunar frá því fæðingarorlofi lýkur. Slíkur réttur er ekki til í lögum á Íslandi. Börn hér á landi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar, en mikill munur er milli sveitarfélaganna. BSRB heldur því fram að í núverandi skipun dagsvistunarmála tryggi að litlu leyti báðum foreldrum möguleika á atvinnuþátttöku að loknu fæðingarorlofi.

„Það er óviðunandi að á árinu 2022 sé ennþá munur á milli sveitarfélaga hvenær börn komast inn á leikskóla, og getur verið allt frá níu mánaða aldri til tveggja ára aldurs. Ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á þeirri sérkennilegu stöðu í velferðarþjóðfélagi að þjónustan við foreldra og börn sé mismunandi eftir sveitarfélögum þannig að það bitnar á fjölskyldum og börnum eftir því hvar þau búa. Ummönnunartímabilið hefur þau neikvæðu áhrif að loknu fæðingarorlofi að foreldrar þurfa að vera heima með börnum sínum, og yfirleitt er að móðirin eða konan sem axlar megin ábyrgðina hvað það varðar. Þannig að ummönnunarbilið hefur áhrif á atvinnuþátttöku foreldra, hefur áhrif á tekjurnar þeirra, en það hefur líka áhrif á jafnrétti kynjanna. Þegar móðirin er lengur heima að loknu fæðingarorlofi hefur það áhrif á ævitekjur kvenna og stuðlar að kynbundnum launamun.“

Sonja Ýr sagði að með því að leysa ummönnunartímabilið með leikskólaplássum sé ekki bara mikilvægt hagsmunamál fjölskyldna, heldur samfélagsins alls.

„Þetta er ristórt jafnréttismál líka. Þegar konur eru frá vinnumarkaði lengi vegna ummönnunartímabilsins þegar börn fá ekki pláss á leikskólum eru afleiðingarnar þær að þá hafa konur ekki sömu tækifæri og jafnan rétt til atvinnuþátttöku. Því er ábyrgð ríkis og sveitarfélaga mikil að breyta þessa úrelta viðhorfi; að konur sinni aðallega ummönnunarhlutverkinu. Við hjá BSRB gerum kröfu um rétt allra barna að þau komist inn á leikskóla eftir fæðingarorlofi líkur við 12 mánaða aldur.“