Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. maí 2022

Verðbólgan áfram há fram á næsta ár

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.

„Það er slæmt þegar farið er að bítast um íbúðir á markaðnum og veldur það ýmsum vandræðum. Þetta ástand er allt annað en gott, er óheilbrigt og nauðsynlegt að ráða bót á þessu ástandi.“

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, fjallaði um stöðu og horfur í efnahagslífinu á Íslandi á fundi Trúnaðarmannaráðs Sameykis. Jón Bjarki sagði að Ísland væri háð því sem gerist í umheiminum en þjóðin sýndi ákveðinn sveigjanleika þegar á móti blæs en síður þegar vel gengi.

„Við erum sýnt það þegar slær í harðbakkann, að samfélagið er sveigjanlent en kannski ekki eins sveigjanlegt þegar vel gengur,“ sagði Jón Bjarki í inngangi erindi síns. Fór hann yfir þjóðhagsspá Íslandsbanka og horfur fyrir helstu útflutningsgreinarnar; hugvit, ferðaþjónustu, fiskútflutning, sem er á uppleið. Við áttum góða loðnuvertíð á árinu og fiskeldi vex hratt hér á landi en síðan en ekki síst erum við að flytja út meira hugvit. Greinar sem byggja á því að selja umheiminum hugvit eru að ná verulegri stærð í efnahagslífinu og má segja að eru framtíðin í útflutningsmálum þjóðarinnar.

 

Staða og horfur í efnahagslífinu
„Í COVID-19 dró úr efnhagsvæntingum innanlands en um leið og fólk fór að átta sig á að þjóðin stæði í lappirnar tók efnahagsáhrifin við sér og fjárfestingar tóku kipp á árinu 2021. Á sama tíma og útflutningur er á uppleið, hagvöxtur með ágætum, fjárhagsstaða heimila að batna og launahækkanir myndarlegar, þá hafa aðrir þættir verið á uppleið sem við viljum ekki að séu að hækka mjög hratt eins og íbúðamarkaðurinn. Hann er að hækka alveg svakalega hratt í verði undanfarið. Annar fjölbreyttur kostnaður er að vaxa í hagkerfinu sem veldur þrýstingi í efnahagsmálum. Verðbólgan er að hraðri uppleið o.s.frv.“

Jón Bjarki sagði að hagvöxturinn á síðasta ári hafi verið knúinn áfram af innlendri eftirspurn sem þýðir að samfélagið var að fjárfesta innanlands og neysla heimilanna jóks innanlands hröðum skrefum.

„Á þessu ári hefur þetta snúist við. Við erum með mesta útflutning á þessu ári. Þann mesta á síðastliðnum fimm árum og innlenda eftirspurnin dregst saman. Við spáum því að á næstu tveimur árum mun þessi samsetning vera svipuð en vöxturinn töluvert hægari.“

 

 

Slæm staða á íbúðamarkaði
Jón Bjarki sagði að það væri slæmt þegar farið er að bítast um íbúðir á íbúðamarkaðnum.

„Á síðasta ári skrapp soldið saman bygging nýrra íbúða. Það er góðu heilli að það sé að snúast við í ár. Nú er byggt töluvert meira af íbúðum og er nú um stundir hraður upptaktur í byggingu nýrra íbúða og veitir heldur betur ekki af, því undanfarin ár hefur verið þar gífurlegt ójafnvægi. Í síðasta mánuði voru 700 íbúðir til sölu og hafa aldrei verið jafn fáar. Yfir helmingur þeirra seldist yfir ásettu verði. Þetta hefur aldrei gerst áður svo lengi sem fylgst hefur verið með þessum tölum. Að auki hefur sölutími íbúða verið í sögulegu lágmarki. Þetta er alls ekki gott. Það er slæmt þegar farið er að bítast um íbúðir á markaðunum og veldur það ýmsum vandræðum. Þeir fjársterku eiga þá forskot á að kaupa húsnæði, síður er vandað til verka í sölumálum, upp koma gallar og fleiri eftirmálar í sölunum. Þetta ástand er allt annað en gott, er óheilbrigt og nauðsynlegt að ráða bót á þessu ástandi.“

Jón Bjarki segir að sem betur fer er því spáð að upptaktur sé á íbúðamarkaði og reiknað sé með að fleiri íbúðir komi á markaðinn.

„Um áramótin voru sjö þúsund íbúðir í byggingu og þrjú þúsund nýjar íbúðir komu á markað. Horfur eru á að fleiri verði byggðar í ár. Það líka alltaf gott, og við viljum sjá að endurspegli gott jafnvægi á íbúðamarkaði, að launaþróun og íbúðaverð fylgist að. Í dag er það ekki svo, og er algjör aðskilnaður þarna á milli. Á þessu ári, því miður, verður ennþá þetta mikla misræmi.“

 

Launaþróun þarf að vera í jafnvægi við íbúðaverð
Jón Bjarki sagði, að með auknu framboði íbúða dregur úr hækkunum á íbúðamarkaði og auðvitað væri best að íbúðaverð héldist í jafnvægi við launaþróun.

„Því miður verður á þessu ári áfram þetta misvægi á markaðnum. Til þess að ná jafnvægi þarf tvennt til. Annars vegar þurfa fleiri af þessum sjö þúsund íbúðum að koma inn á markaðinn og hins vegar þurfa aðgerðir Seðlabankans, þrengri lánaskilmálar að bíta í eftirspurnina og möguleikum fólks til að kaupa sér húsnæði. Við spáum því að á næsta ári verði launaþróun sú að launahækkanir vaxi hraðar en íbúðaverð, atvinnuleysi haldi áfram að lækka en það veltur á því hversu vel gengur að fá hingað útlendinga til að manna þau störf. Við gerum ráð fyrir því að á árinu 2024 verði launaþróunin komin í takt við íbúðaverð og hækkanir á íbúðamarkaði verði í takti við verðbólguna, en launin vaxi talsvert hraðar. Ekki veitir af þeim hækkunum sem við spáum því mikið ójafnvægi hefur verið á milli þessara þátta.“

Hann segir að það sé að birta hratt á vinnumarkaði, atvinnuleysi er lítið og á Íslandi skortir vinnuafl.

„Við gerum ráð fyrir að laun hækki myndarlega í næstu kjarasamningum. Staða launþega er sterk, atvinneysi lágt og fyrirtækin standa vel. Gera má ráð fyrir að kaupmáttur mun ekki vaxa vegna vaxtahækkana Seðlabankans.“

 

Gengi krónunnar og verðbólgan
„Við fengum hraða veikingu krónunnar en SÍ keypti gjaldeyrir til að verjast veikingu krónunnar og komast hjá því að almenningur og fyrirtækin sæju fram á vaxandi verðbólgu. Vegna verðbólgunnar er mikilvægt að styrkja gengi krónunnar svo verðlag haldist í jafnvægi en ljóst er að hún á eftir að ná toppi. Samkvæmt spá bankans mun verðbólgan verða áfram há fram á næsta ár og spá bankans er að hún fari hæst í 8 prósent en lækkar þegar dregur úr utanaðkomandi áhrifum vegna stríðsins í Úkraínu og hækkandi hrávöruverði.“