Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. maí 2022

Starfsmennt hlýtur alþjóðlega viðukenningu

Ingibjörg Hanna Björnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Sólborg Alda Pétursdóttir, verkefnastjóri, og Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntar.

Fræðslusetrið Starfsmennt hlaut í síðust viku viðurkenningu fyrir árangursríkt verkefni í raunfærnimati og færniuppbyggingu sérhæfðra þjónustufulltrúa á alþjóðlegri ráðstefnu um raunfærnimat.

Starfsmennt fór með verkefnastjórnun í tilraunaverkefni um raunfærnimat á móti viðmiðum starfa sem unnið var í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Raunfærnimat í atvinnulífinu er ætlað að gera færni fólks sýnilega og þjálfun í kjölfarið markvissari sem er mikils virði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélagið allt. Markmið verkefnisins er að byggja grunn að varanlegu kerfi fyrir raunfærnimat í atvinnulífinu.

„Það er mikill heiður fyrir Starfsmennt og samstarfsaðila okkar að fá þessa viðurkenningu. Það þarf sérhæfða hæfni til að sinna afgreiðslu- og úrvinnslustörfum hjá hinu opinbera og sú hæfni fæst með því að starfa á vettvangi stjórnsýslunnar. Störf í opinbera geiranum eru að breytast líkt og annars staðar á vinnumarkaðinum. Tilraunaverkefnið um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífs nýttist gríðarlega vel til að draga fram þá hæfni sem starfsmenn höfðu þegar öðlast í starfi sínu, finna hvað vantaði upp á og bjóða upp á sérsniðna þjálfun til að starfsfólkið gæti tekist á við meira krefjandi verkefni,“ sagði Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntar, þegar hún tók á móti viðurkenningunni.

Ráðstefnan ber yfirskriftina Að byggja sameiginlegan grunn. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur umsjón með ráðstefnunni í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna og CEDEFOP.

Lesa nánar um viðurkenningarnar hér.