Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. maí 2022

Blær íbúðafélag stofnað

Rammasamningurinn undirritaður. F.v. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Blæjar, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Formaður BSRB, forseti ASÍ og formaður Blæjar ásamt framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag rammasamning um að nýta reynslu og þekkingu Bjargs til að taka næsta skref í uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum á viðráðanlegu verði. Bandalögin koma til með að byggja íbúðir fyrir sína félagsmenn með langtímahugsun og lághagnað að leiðarljósi undir hatti systurfélags Bjargs íbúðafélags, Blæjar.

Þetta tilraunaverkefni er vonandi upphafið að frekari uppbyggingu á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Hingað til hefur verið byggt á vegum Bjargs undir lögum um almennar íbúðir, með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélögum og fólk innan ákveðinna tekjumarka hefur fengið úthlutað.

Með stofnun og uppbyggingu Blæjar, sem er systurfélag Bjargs, geta stéttarfélög innan vébanda bandalaganna BSRB og ASÍ, byggt íbúðir og úthlutað án skilyrða við tekjumörk. Hagkvæmnin næst með því að gera lágmarkskröfur um arðsemi og nýta reynslu og þekkingu á hagkvæmum byggingum sem myndast hefur hjá Bjargi.

Samningurinn sem undirritaður var í gær er þjónustusamningur þar sem Bjarg mun selja út þjónustu til Blæjar án þess að það hafi önnur áhrif á starfsemi Bjargs. Þannig getur Blær notið þeirrar reynslu og þekkingar sem Bjarg hefur aflað sér síðustu árin með farsælli uppbygging íbúða á viðráðanlegum kjörum.