Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. maí 2022

Nýtt diplómanám, Farsæld barna, hjá Háskóla Íslands í haust

Farsæld barna er nýtt diplómanám í Háskóla Íslands í boði við Félagsráðgjafardeild. Námið er allt boðið í fjarnámi.


Ný námsleið hefst n.k. haust í Háskóla Íslands. Um er að ræða nýtt diplómanám við Félagsráðgjafardeild HÍ sem ber heitið Farsæld barna. Þessi nýja námsleið hjá HÍ er á sviði farsældar barna og er henni ætlað að styðja við innleiðingu nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi þann 1.janúar s.l.. Námið er 30 eininga fjarnám, 15 einingar á hvoru misseri. Það samanstendur af þremur 10 eininga námskeiðum og er ætlað þeim sem lokið hafa BA/BEd/BS prófi og starfa með börnum. Umsóknarfrestur er til 5.júní nk.

„Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu og færni í samræmi við hina nýju löggjöf. Námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/B.Ed./BS-prófi og starfa með börnum í heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir lektor sem er umsjónarkennari í námsleiðinni ásamt Herdísi Steingrímsdóttur sem einnig er lektor.

Hægt er að kynna sér námið nánar hér.