2. júní 2022
Orlofsuppbót árið 2022
Orlofsuppbót sem er greidd samkvæmt flestum kjarasamningum 1. júní ár hvert nemur 53.000 kr. árið 2022
Orlofsuppbót sem er greidd samkvæmt flestum kjarasamningum 1. júní ár hvert nemur 53.000 kr. árið 2022.
Ávinnslutímabilið fyrir orlofsuppbót er 12 mánuðir, þ.e. frá 1. maí 2021 til 30. apríl 2022. Starfsmenn sem hafa verið í hlutastarfi eða starfað hluta ársins fá greidda orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3ja mánaða (13 vikna) samfellt starf á ofangreindu tímabili fær greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall.
Í flestum samningum gildir að tímavinnustarfsmenn fá fulla orlofsuppbót þegar unnar hafa verið 1504 vinnuskyldustundir á ofangreindu tímabili en ella hlutfallslega.