7. júní 2022
Orlofshúsið á Arnastapa endurgert
Orlofshús Sameykis á Arnarstapa nýmálað.
Orlofshús Sameykis á Arnarstapa á Snæfellsnesi hefur nú verið tekið allt í gegn að innan og utan og framkvæmdum lokið. Hefur það verið klætt að innan og settar nýjar innréttingar í eldhúsi og öll gólfefni endurnýjuð. Ný húsgögn prýða orlofshúsið ásamt nýjum rúmum og fataskápum í herbergjum og dýnum á svefnlofti, nýr heitur pottur með rafmagnsnuddi hefur verið settur utandyra. Þá eru ný rafmagnstæki og sjónvarp og önnur búsáhöld endurnýjuð sem nauðsynleg eru að hafa við hendina í slíkum orlofshúsum.
Fyrstu gestir í orlofshúsið á Arnarstapa eru væntanlegir á föstudaginn kemur en næsta lausa tímabil er um miðjan september. Getur félagsfólk Sameykis sótt um orlofsdvöl á Arnarstapa á Orlofshúsavef Sameykis.