Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. júní 2022

Tryggðu þér miða í Jónsmessuferð Lífeyrisdeildar Sameykis

Garðskagaviti.

Við viljum vekja athygli á að enn eru til miðar í Jónsmessuferð Lífeyrisdeildar Sameykis. Farið verður í stórskemmtilega leiðsöguferð undir tryggri leiðsögn Harðar Gíslasonar á Reykjanes með dýrindis kaffistoppi á hinum rómaða veitingastað Bryggjunni í Grindavík. Þar verður boðið upp á hina frægu humarsúpu staðarins. Eftir hádegisverð verða margir áhugaverðir staðir heimsóttir, svo sem Hafnir, Hvalsnes og Sandgerði og saga þeirra rifjuð upp. Þá verður byggðasafnið á Garðskaga heimsótt. Ferðinni lýkur með kvöldverði á veitingastaðnum Ránni í Keflavík.

Ekki missa af þessari skemmtilegu ferð í góðum félgasskap. Við viljum ítreka að enn eru til miðar í allar ferðinar 23. júní, 28. júní og 30. júní. Miðasala í ferðir er í gegnum Orlofshúsavef Sameykis. 

Lagt verður af stað frá félagamiðstöðinni Grettisgötu 89 klukkan 10:00 og komið verður til baka klukkan 19:00.

Félagsfólk má taka með sér einn gest. Verð er 7000 kr. á mann með öllu inniföldu.

Komdu með og skráðu þig í ferð hér.