Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. júní 2022

NTR ráðstefna: Norrænt samstarf mikilvægt

Frá ráðstefnu NTR í Gautaborg.

Nú stendur yfir ráðstefna í Gautaborg þar sem saman eru komin stéttarfélög opinberra starfsmanna á Norðurlöndunum; Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Veronica Magnusson, formaður Vision stéttarfélags opinberra starfsmanna í almannaþjónustu, opnaði ráðstefnuna með því að kynna starfssemi Vision sem er með 430 þúsund félagsfólk.

„Vision hefur m.a. það markmið að finna leiðir til vinna sameiginlega að því, með öðrum stéttarfélögum opinberra starfsmanna á Norðurlöndunum, að skapa framtíð með áherslu á loftlagsmál, vinnuaðferðir og hvernig framtíðarvinnustaðurinn mótast. Í því sambandi þarf að leita leiða til að skapa sveigjanlegan vinnutíma sem skapaðist í heimsfaraldrinum,“ sagði Veronica.


Verkamannaborgin Gautaborg
Sonja Koppen, stjórnandi á Gautaborgarsvæðinu hjá Vision stéttarfélagi opinberra starfsmanna í Svíþjóð, bauð ráðstefnugesti velkomna til Gautaborgar. Hún sagði að Gautaborgarbúar væru þekktir fyrir að taka vel á móti gestum borgarinnar og vonaði að heimsóknin yrði starfsfólki stéttarfélaganna ánægjuleg og lærdómsrík.

„Gautaborg er verkamannaborg og hér er stærsta skipahöfn Svíþjóðar. Við erum þekkt fyrir róttækni í stéttarfélagsmálum í þessari borg. Við fögnum því m.a. að í okkar samningum við ríkið eru ákvæði um varnir gegn kynferðislegu ofbeldi á vinnumarkaðnum. Fleira starfsfólk er hér starfandi við almannaþjónustu en annars staðar í Svíþjóð“, sagði Sonja.


Nauðsynlegt að Norðurlöndin standi saman
Knut Roger Andersen framkvæmdastjóri Vision bauð ráðstefnugesti velkomna í miðborg Gautaborgar.

„Gaman að hitta ykkur og langt er síðan síðast. Vegna faraldursins höfum við ekki hist í fjögur ár. Í COVID-19 héldu 470 þúsund opinberir starfsmenn á Norðurlöndunum innviðum landanna gangandi. Þeir þjónuðu milljónum manna á meðan faraldrinum stóð. Við vitum aldrei hverju við eigum von í heiminum eins og við verðum vitni að í dag. Við stöndum frammi fyrir loftlagsvá og stríði hinum megin við bæjarlækinn. Nú er stærsti flóttamannavandi síðan 2015 vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Við sem störfum í stéttarfélögum þurfum að láta okkur þetta varða, það skiptir miklu máli að almenningur viti að öll stéttarfélögin innan NTR standa saman gegn innrás Rússlands í Úkraínu.

Norðurlöndin saman eru fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Hafsvæði Norðurlandanna hefur um að ráða þriðja stærsta hafsvæði heimsins. Norrænt samstarfs er því mjög mikilvægt og framkvæmdastjóri Nato, Jens Stoltenberg sendir fundagestum sínar bestu kveðjur með þeim orðum að samstarfs Norðurlandanna er mjög mikilvægt í heimsmyndinni. Stöndum saman, stöndum vörð og sköpum okkur þá velferð sem einkenna hafa Norðurlöndin,“ sagði Knut Roger.


Uppbygging og framtíðarsýn Gautaborgar
Tina Liljedahl Scheel, starfsmannastjóri Gautaborgar, kynnti innviðauppbyggingu borgarinnar.

Fyrir liggur að byggja 80 þúsund nýjar íbúðir til ársins 2035 og jafna kjör borgaranna með þátttöku skóla, atvinnulífs og stéttarfélaga. Atvinnulífið þarf að vaxa og dafna og það byggir á góðu samstarfi við háskóla, borgar og stéttarfélaga til að skapa nýjar hugmyndir að velsæld og framtíðaruppbygginu borgarinnar með það að markmiði að styrkja stoðirnar til að Gautaborg verði fullkomlega sjálfbær borg. Gautaborg fékk borgararéttindi á 17 öldinni, árið 1621. 18 þúsund nemendur eru í menntaskólum á Gautaborgarsvæðinu og 62 þúsund í grunnskóla. 39 prósent starfa í menntakerfinu, 19 prósent við umönnunarstörf, 18 prósent við þjónustu við fatlaða, 14 prósent borgarbúa leigja hjá íbúðafélögum og faglegt samstarf við stéttarfélög á svæðinu er mjög mikilvægt borginni svo hún vaxi og dafni,“ sagði Tina Liljedahl að lokum.

Ráðstefnan stendur fram til morgundagsins 23. júní og á dagskránni í dag er að starfsfólk og stórn Sameykis kynni sér innviðastarfssemi, hlutverk og störf opinberra starfsmanna Gautaborgar.