Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. júní 2022

NTR ráðstefna: Sveigjanlegri vinnumarkaður

Pallborðið fv. Pia Lund Jeppesen, Súni Selfoss, Dalia Eid og Arna Jakobína Björnsdóttir.

Áhugaverðar pallborðsumræður voru um framtíðar vinnumarkaðinn og um starfssemi stéttarfélaganna á Norðurlöndunum. Rætt var í morgun hver áhrif COVID-19 faraldursins hafði á vinnumarkaðinn.


Vision stéttarfélag, Svíþjóð
Dalia Eid, fulltrúi Vision í Svíðþjóð og varaformaður þess, sagði að fjarvinna skapaði bæði tækifæri og sjálfstæði og minnkaði streitu, en á móti kemur að starfsfólk fann fyrir einmanaleika vegna þess að það var fjarri vinnustaðnum í faraldrinum.

„Stafrænt vinnuumhverfi þurfti að þróast hratt vegna heimsfaraldursins og vinnustaðirnir þurfu að aðlagast þessum breytingum snögglega. Starfrænt fundarkerfi ruddist inn á vinnumarkaðinn og er sennilega komið til að vera. Sveitarfélögin skorti þá innviði til að mæta þessum breytingum, til að bregðast við breyttum vinnuaðferðum. Faraldurinn hefur kennt okkur líka að krafist er ákveðinnar endurmenntunnar sem stjórnvöld verða að taka þátt í.

Í framtíðinni verðum við að taka þessum áskorunum um breyttan vinnumarkað og atvinnurekendur verða þess vegna að efla starfsfólk, hæfni þessi og sveigjanleika. Við sjáum að fólk hefur verið skilvirkara með því að vinna fjarvinnu sem kom okkur á óvart. Einnig komu samfélagsmiðlar sterkt inn til að miðla málum, þjónustu og þátttöku við félagsfólk okkar. Faraldurinn sýndi okkur fram á sveigjanleika vinnumarkaðarins,“ sagði Dalía Eid.


HK Danmörk
Pia Lund Jeppesen, varaformaður HK Denmark, sem er danskt verkalýðsfélag skrifstofufólks, starfsmanna í smásölu og tengdum atvinnugreinum. Sagði hún að félagsfólk vilji gjarnan vinna heima tvo daga í viku.

„Það er áskorun sem stjórnendur vinnustaðanna eru að vinna í. Vinna heima er líka verkfæri til nýliðunar á vinnumarkaðnum. Við tölum ekki um heimavinnudaga í dag, heldur tölum við um mætingardaga yfir þá daga sem starfsfólk er á vinnustaðnum. Þetta hefur þannig snúist við. Bæði er þetta áhyggjuefni og spennandi áskorarnir, hvað þetta þýðir fyrir vinnustaðina og vinnumarkaðinn í heild sinni,“ sagði Pia Lund.


Delta stéttarfélag, Noregi
Lizzie Ruud Thorkildsen er stjórnandi innan Delta í Noregi sagði frá starfssemi stéttarfélagsins Delta. Félagsfólk er 90 þúsund talsins.

„Það má segja að okkar félagsfólk séu hversdagshetjur sem hafa haldið samfélaginu gangandi á erfiðum tímum heimsfaraldursins. Þessi faraldur reyndist mörgum mjög erfiður tími fyrir starfsfólkið sem margt hvert missti vinnuna þar sem hún krafðist nálægðar við fólk sem ekki var inn í myndinni að sinna. Vinnustaðurinn hefur oft á tíðum verið helsta öryggið í lífi fólks. Þetta snérist alveg við og trúnaðarmenn sinntu þeim mikilvægu störfum að gæta að öryggi og líðan starfsfólksins. Stafrænt umhverfi tók alveg við í öllum samskiptum og hvernig við sinntum vinnunni. Við sáum að heimavinna í heimsfaraldi hafði ekki áhrif á skilvirkni starfanna í Noregi. Þá höfum við þurft að setja upp ný gleraugu við mótum nýs vinnumarkaðar til framtíðar því skyldan að mæta á vinnustaðinn hefur breyst. Einnig krefst heimavinnan þess að vinnuveitendur þurfa að skapa aðstöðu fyrir starfsfólkið,“ sagði Lizzie Ruud.


Starvsfelagið, Færeyjar
Súni Selfoss er formaður Færeyska stéttarfélagsins Starvsfelagið.

„Færeyjar er lítið land en samt eru verkefnin jafn flókin og erfið og annars staðar. Í krísu kórnónuveirunnar sem reið yfir Færeyjar fylgdu margar áskoranir. Hjá Starvsfelaginu var ekki mikið um lokanir og takmarkanir eins og í öðrum löndum. Tilraunir með tvíþætta vinnu, heimavinnu og vinnu á vinnustaðnum, gengu ágætlega. Heimavinna færði starfsfólkinu meira frelsi, hvernig það hagaði sínum vinnutíma, og einnig var ánægja hjá því með að fjölskyldulífið elfdist. Samkvæmt rannsóknum kom í ljós að andleg líðan og heilsa versnaði ekki eins og víðast hvar í öðrum löndum vegna faraldursins. Við teljum það vera vegna þess að stutt er í Færeyjum að njóta náttúrunnar, fara út í gönngutúra ofl. Vegna smæðar og einangrunar Færeyja var þess vegna minna um innilokanir, því fólk var ekki lokað inni í íbúð í tuttugu hæða blokk þar sem hún er ekki til í Færeyjum.

Hins vegar er sá gallli við heimavinnu að flæði í störfum breytast þegar ekki er starfsfólk á vinnustaðnum. Tengsl á milli starfsfólks rofna þá  og vinnustaðurinn breytist og verður tómlegur. Þetta ástand var okkur erfitt líkt og þokan í Færeyjum, það læddist inn óvissa um hver ætti að sinna störfum þar sem krafist var nándar, hver átti að passa börnin, hugsa um gamla fólkið og slíkar áskoranir sem nú er framtíðar úrlausnarefni í okkar landi,“ sagði Súni Selfoss að lokum.