23. júní 2022
NTR ráðstefna: Framtíðarvinnumarkaðurinn
Pål Molander, forstöðumaður norsku vinnumálastofnunarinnar.
Pål Molander, forstöðumaður norsku vinnumálastofnunarinnar, kynnti rannsókn stofnunarinnar á norskan vinnumarkað í heimsfaraldrinum og byggði erindi hans m.a. á túlkun rannsóknarinnar á framtíðar vinnumarkaðinn.
Heimavinna eykur framleiðni
„Samkvæmnt rannsókninni kemur fram að framleiðnin jókst á vinnumarkaðnum um helming þegar starfsfólkið vann heima hjá sér. Einnig kemur fram að fólk vill vinna heima hluta af vinnuvikunni. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar sýndu að framleiðni jókst á norska opinbera vinnumarkaðnum í COVID-19. Við sáum að þeir vinnustaðir sem ekki eru með í stafrænum breytingum á vinnumarkaði, eins og við höfum orðið vitni að, hafa misst fókusinn, misst sjónar af líðandi stundu og vil ég vitna í tónlistarmanninn David Bowie sem mælti þessi fleygu orð; „Tomorrow belongs to those who can hear it coming.“
Kostir og ókostir heimavinnu
Marga þætti má nefna um kosti þess að vinna heima. Það dregur úr mengun, sparar peninga fólks, minnkar streitu, eykur framleiðni o.þ.h. Hins vegar eru ótvíræðir ókostir við að vinna heima sem eru; að fólk getur kulnað vegna einangrunar, einmanaleiki lætur á sér kræla, skortur á nánd við vinnustaðinn og vinnufélagana, ásamt öðrum flóknari þáttum. En það er ekki gott að vinna eingöngu heima hjá sér, heldur að nota blandaðar aðferðir, vinna hluta vikunnar t.d. tvo daga vinnuvikunnar heima og þrjá daga á vinnustaðnum til að vernda lýðheilsu.
Nýjar kröfur
Rétt er að geta þess að aldrei hafa verið gerð svona blönduð rannsókn á heimavinnu og áhrifa hennar á vinnumarkaðinn fyrir en nú með tilkomu heimsfaraldursins. Nú er spurningin hvaða störf það eru sem eru best til þess fallinn að vinna heima. Það blasir við að vinna sem krefst mikillar einbeitingar hentar best til þess. Hins vegar er gott að vinnustaðirnir skapi umhverfi þar sem gott er að einbeita sér að vinnu, nokkurskonar fókusherbergi og skipuleggja vinnustaðinn að fjölbreyttum þörfum fólks. Ekki má einblína á framleiðni og gleyma líðan starfsfólksins. Framleiðni og vellíðan geta farið vel saman en vellíðan þarf að koma á undan, auglóslega. Unga fólkið okkar lítur líka frekar til félagslegra þátta, andlega líðan, vinnuaðstæður, frelsi, sveigjanleika og frítíma. Þessir þættir munu einkenna framtíðarvinnumarkaðinn og atvinnurekendur verða að líta til þessara þátta til að getað laðað til sín starfsfólk.
Heimavinna getur verið varasöm
Verkfræðingar sem framkvæmdu rannsóknina í Noregi í faraldrinum greindu frá því að fólk vinnur meira eftir að venjulegum vinnutíma lýkur þegar það vinnur heima hjá sér. Það ber að varast því samkvæmt þessu hafa mörk vinnutímans máðst svolítið út. Á norska opinbera vinnumarkaðnum eru gerðar miklar kröfur til starfsfólksins, einnig tilfinningalegar kröfur ásamt mikilli framleiðni. Því er spurningin kannski fremur, hvort atvinnurekendur geta farið fram á slíkar kröfur til fólks endalaust og í því sambandi skiptir sjálfræði einstaklingsins miklu máli fremur en vald atvinnurekenda yfir einstaklingnum. Þarna getur oft komið fram mikið misvægi milli vinnustaða og launafólks.
Meira álag á konur en karla
Varðandi kynin kom í ljós í rannsókninni að umönnun barna og sjálf heimilisstörfin enduðu frekar á konum en körlum. Það er þó að breytast smátt og smátt að karlarnir eru að taka meiri þátt í uppeldi barna og heimilsstörfum. Ef velferðarsamfélagið á að halda velli þá þurfum við að vera sveigjanleg þegar kemur að því hvernig við skipuleggjum vinnumarkaðinn. Yngri kynslóðir á vinnumarkaði eru smærri og samfélögin á Norðurlöndunum eru að eldast og því munum við þurfa fleira fólk en áður í umönnunarstörf," sagði Pål Molander.
Að lokum sagði Pål Molander að framtíðarvinnumnarkaðurinn mun einkennast af samþættingu vinnunnar; vinna heima og á vinnustaðnum. Það er hinn svokallaði framtíðar vinnumarkaður eða Hybrid Arbeidsmarked (Samþættur vinnumarkaður).