27. júní 2022
Evrópsk verkalýðsfélög og vinnuveitendur skrifa undir sögulegan samning
Þessir samningar milli stéttarfélaga og vinnuveitenda eru undirstaða mannsæmandi samfélags.
„Að samþykkja að semja um þessa tilskipun ESB um fjarvinnu og réttinn til að aftengjast eru góðar fréttir fyrir launafólk og vinnuveitendur. Það sýnir sig, að þar sem vilji er fyrir hendi, þar er hægt að leysa erfið mál með uppbyggilegum og gagnlegum viðræðum.“
Evrópsk verkalýðsfélög og vinnuveitendur munu á morgun skrifa undir áætlun fyrir vinnumarkaðinn. Um er að ræða lagalega bindandi samkomulag um „fjarvinnu og rétt til að aftengjast“.
Í kjarasamningi Sameykis við ríkissjóð í grein 6.2.2, og í kjarasamningi Sameykis við Reykjavíkurborg í grein 7.2.2, segir til um skil á milli vinnu og einkalífs: „Gert er ráð fyrir því að starfsfólk geti sinnt reglubundnum störfum sínum innan hefðbundins vinnudags. Mikilvægt er að stofnanir setji sér viðverustefnu þar sem m.a. er skerpt á skilum milli vinnu og einkalífs. Í þeim tilvikum sem starfsfólk þarf að sinna vinnu utan hefðbundins vinnutíma skal það koma fram í starfslýsingu og starfskjörum viðkomandi. Að öðrum kosti skal greiða sérstaklega fyrir vinnuframlag sem yfirmaður krefst af starfsmanni utan hefðbundins vinnutíma.“
ETUC, BusinessEurope, SGI Europe og SMEunited munu undirrita áætlunina að viðstöddum framkvæmdastjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Valdis Dombrovskis, við hátíðlega athöfn á morgun, þriðjudaginn 28. júní kl. 15.30 í Brussel.
Samkomulagið samanstendur af sex meginþáttum:
Fjarvinna og réttur til að aftengjast
Farið verður yfir og uppfærður samningur um fjarvinnu frá 2002 sem lagður er fram til samþykktar sem lagalega bindandi samningur sem innleiddur verður með tilskipun.
Þetta er lykilatriði um að aðilar vinnumarkaðarins í Evrópu séu staðráðnir í að móta framtíðarvinnumarkaðinn og er þetta í fyrsta sinn sem slíkur samningur yrði innleiddur með tilskipun síðan 2010.
Græn umskipti
Samkomulag um rammaaðgerðir til að tryggja réttlát græn umskipti á vinnumarkaði, með viðeigandi opinberum fjármögnun og fjárfestingum. Áhersla er lögð á að skapa gæðastörf og stuðning við fyrirtæki og launafólk við að laga sig að grænum umskiptum.
Atvinna ungmenna
Sameiginleg yfirlýsing gefin út í framhaldi af „Framework of Actions on Youth Employment“ (Aðgerðarrammi í atvinnumálum ungmenna) til að kanna áskoranir og tækifæri til að auðvelda ungmennum þátttöku til atvinnu.
Vinnutengd persónuvernd og eftirlit
Sett verður á fót sameiginleg málstofa og gefnar út leiðbeiningar um eftirlit á vinnustöðum og eftirlitstækni efld til að skiptast á skoðunum um þróunina á vinnumarkaði og mikilvægi hennar fyrir aðila vinnumarkaðarins með tilliti til kjarasamninga á öllum viðeigandi stigum um alla Evrópu.
Að bæta hæfnisamsvörun í Evrópu
Málstofa sett á laggirnar til að fylgja eftir sameiginlegum rannsóknarverkefnum um skilvirkan aðgang launafólks að þjálfun og þátttöku á vinnumarkaði. Tekin verður í gagnið færnigreind sem greinir misræmi í færni og skorti á færni.
Getuuppbygging
Sameiginlegt verkefni til að endurskoða skilvirkni á gæðum uppbyggingarverkefna og greina þær hindranir við að innleiða rammasamninga aðila vinnumarkaðarins.
Luca Visentini, aðalritari ETUC, sagði við þetta tilefni: „Samningar milli stéttarfélaga og vinnuveitenda eru undirstaða mannsæmandi samfélags. Þessi samningur er metnaðarfullur og tekur á nokkrum af stærstu áskorunum sem launafólk og vinnuveitendur standa frammi fyrir í dag.“
Forstjóri BusinessEurope, Markus J. Beyrer, sagði: „Umræða á félagslegum grunni hefur grundvallarhlutverki að gegna við að gera vinnumarkaði okkar afkastameiri og samkeppnishæfari til lengri tíma litið. Þessi vinnuáætlun sýnir sameiginlega viðleitni og skuldbindingu á tímum hraðra breytinga á vinnumarkaði.“
Valeria Ronzitti, framkvæmdastjóri SGI Europe, sagði: „Sífellt oftar á víðsjárverðum tímum eins og nú, verða samræður að skila áþreifanlegum árangri til stuðnings launþegum og vinnuveitendum. Það er það sem þessi áætlun, eða samkomulag, snýst um, þ.á.m. með samningaviðræðum sem munu tryggja sanngjörn og sjálfbær græn stafræn umskipti alla Evrópu sem þjónar vinnumarkaðnum.
Framkvæmdastjóri SMEUnited, Véronique Willems, sagði: „Góð umræða á félagslegum grunni er besta leiðin til að takast á við framtíðarvinnumarkaðinn og einnig félagslegar áskoranir. Lítil og meðalstór fyrirtæki og starfsfólk þeirra treysta á að aðilar vinnumarkaðarins og stéttarfélögin vinni saman að sameiginlegum markmiðum til heilla fyrir samfélagið allt. Það er sameiginlegt markmið okkar allra.
Esther Lynch, aðstoðarframkvæmdastjóri ETUC, sagði: „Að samþykkja að semja um þessa tilskipun ESB um fjarvinnu og réttinn til að aftengjast eru góðar fréttir fyrir launafólk og vinnuveitendur. Það sýnir sig, að þar sem vilji er fyrir hendi, þar er hægt að leysa erfið mál með uppbyggilegum og gagnlegum viðræðum.“