Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. júní 2022

Upplýsingatækninámskeið hjá Starfsmennt í sumar

Stafræn hæfni felst í sérþekkingu og skilningi á hlutverki upplýsingatækni og færni í að beita henni.

Starfsmennt býður upp á breitt úrval námskeiða í upplýsingatækni með valfrjálst upphaf í sumar. Nemendur geta skráð sig og hafið nám samdægurs og aukið þannig færni sína eftir þörfum á eigin forsendum.

Stafræn hæfni felst í sérþekkingu og skilningi á hlutverki upplýsingatækni og færni í að beita henni á gagnrýninn, kerfisbundinn og skapandi hátt ásamt skilningi á tækifærum og siðferðislegum álitamálum sem henni tengjast.

Hlutverk upplýsingatækni á öllum sviðum lífsins, sérstaklega í vinnunni, fer sífellt vaxandi. Velgengni í umhverfi sem verður sífellt tæknivæddari reiðir sig í sívaxandi mæli á stafræna aðlögunarfærni okkar. En rannsóknir benda til að öll stafræn hæfni sem við öflum okkur styðji við getu okkar til að laga okkur að framtíðar tækniþróunum.

Stafræn hæfni okkar er mismikil og því verðmætt að geta sótt sér þá kunnáttu sem þörf er á hvar og hvenær sem hennar er þörf. Af þessum sökum býður Starfsmennt upp á breitt úrval námskeiða í upplýsingatækni með valfrjálst upphaf. Á þeim námskeiðum geta nemendur skráð sig og hafið nám samdægurs og aukið þannig stafræna hæfni sína eftir þörfum á eigin forsendum.

Námskeiðin fást við allt frá grunnfærni á Windows stýrikerfið og hin ýmsu forrit Office pakkans og yfir í myndvinnslu, vefsíðugerð og framhaldsnámskeið. Yfirlit yfir þau námskeið sem eru í boði með valfrjálsu upphafi til 1. ágúst 2022 má finna hér.