6. júlí 2022
Starfsemi skrifstofu Sameykis í júlí
Skrifstofa Sameykis Grettisgötu 89.
Vegna sumarleyfa starfsfólks Sameykis verður þjónusta skrifstofunnar við félagsfólk í lágmarki í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Starfssemi verður þó á félagsdeild og kjaradeild svo hægt sé að sinna brýnum erindum sem kunnu að berast frá félagsfólki. Erindum vegna orlofshúsa verður sinnt eftir sem áður þrátt fyrir sumarfrí. Við biðjum félagsfólk okkar að hafa í huga að svör við erindum geta dregist vegna þessa.
Skrifstofan verður opin eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00 alla virka daga. Þá hægt er að senda fyrirspurnir með tölvupósti til Sameykis á netfangið sameyki@sameyki.is.
Við vonum auðvitað að félagsfólk Sameykis komist í gott frí í sumar enda margt framundan í haust. Samtöl og fundir um kröfugerðir vegna kjarasamningsviðræðna munu halda áfram strax eftir verslunarmannahelgi og stefnt að því að vinna hratt og vel í þeim í haust.