Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. júlí 2022

Ný orlofshús í Munaðarnesi

Eitt af þremur nýjum orlofshúsum nr. 48 á neðra svæði Eyrarhlíðar í Munaðarnesi.

Sameyki hefur nú klárað smíði þriggja nýrra orlofshúsa við Eyrarhlíð nr. 46, 47 og 48 á orlofssvæði félagsins í Munaðarnesi. Orlofshúsin eru öll vel útbúin með útsýni yfir Norðurá. Í þeim eru þrjú svefnherbergi fyrir sex orlofsgesti, þar af eitt kojuherbergi með tveimur kojum. Heitir pottar eru við orlofshúsin, grillaðstöður og viðarpallar til að njóta góðra stunda og útsýnisins af þeim.

Nýju orlofshúsin eru staðsett á neðra svæðinu í Eyrarhlíð með útsýni yfir Norðurá og verða fyrst um sinn í dagleigu fyrir félagsfólk í Sameyki. Vonum við að gestir njóti dvalarinnar í þessum nýju glæsilegu orlofshúsum í Munaðarnesi í sumar og í framtíðinni. Sameyki óskar félagsfólki sínu til hamingju með nýju orlofshúsin.

Hægt er að sækja um dagleigu á þessum orlofshúsum á Orlofshúsavef Sameykis.