18. ágúst 2022
Tilboð óskast í sumarhús til brottflutnings
Sameyki óskar eftir tilboði í þetta orlofshús í Munaðarnesi.
Til sölu sumarhús til brottflutnings. Húsið er timburhús á einni hæð um 52 m2, húsið er stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi, ásamt geymslu um 4 m2, palli, verönd og heitum potti. Húsið selst í því ástandi sem það er í dag.
Húsið er staðsett í landi Munaðarness í Borgarfirði og má skoða það í samráði við Gunnar Ásgeir Gunnarsson, sími 833 6949. Húsið skal fjarlægt í síðasta lagi 17. október n.k. og skal kaupandi gera það á sinn kostnað.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Sameykis, Grettisgötu 89 fyrir kl. 14 fimmtudaginn 8. september. Frekari upplýsingar veitir Ólafur Hallgrímsson rekstrarstjóri fasteigna orlofssjóðs á netfangið oli[hjá]sameyki.is og í síma 896 1470. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.