Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. ágúst 2022

Mikilvægt að félagsfólk sé upplýst um lífeyrisréttindi sín

BSRB stóð fyrir fræðslufundi um lífeyrismál í félagamiðstöðinni á Grettisgötu.

Einnig á landssambandið í samstarfi utan landsteinanna þar sem miðlað er upplýsingum um starfsemi lífeyrissjóða. Eignasafnið er gríðarlega stórt hjá lífeyrissjóðunum, það stækkar hratt og mun gera áfram.

BSRB stóð fyrir fræðslufundi um lífeyrismál í félagamiðstöðinni á Grettisgötu. Lífeyrismál hafa verið til umræðu í Þjóðhagsráði og stjórnvöld hafa lýst því yfir að vilji þeirra standi til að boða til heildarendurskoðunar lífeyrismála í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Gerðar voru umfangsmiklar breytingar á skipan lífeyrismála á opinberum vinnumarkaði árið 2017 og lífslíkur félagsfólks BSRB og sjóðfélaga í LSR og Brú eru að aukast. Það kallar á afstöðu bandalagsins til þessara mála.

 

Gott lífeyriskerfi en gallar eru á því
Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóðakerfið á Íslandi sé gott en það séu gallar á því.

„Lífeyrissjóðakerfi er gríðarlega stórt í eignum talið. Sjóðirnir innan sambandsins eru ólíkir en einn af göllunum sé hve margir sjóðirnar eru. Það þá má fækka þeim og um leið tryggja að í sjóðunum séu málssvarar stéttarfélaganna í þeim. Landssamband lífeyrissjóða á að gæta hagsmuna allra félagsmanna. Árlega er haldinn stefnumótunarfundur og í ár verður áherslan á að kryfja starfsemi landssamtakanna. Einnig á landssambandið í samstarfi utan landsteinanna þar sem miðlað er upplýsingum um starfssemi lífeyrissjóða. Eins og minnst var á er eignasafnið gríðarlega stórt hjá lífeyrissjóðunum, það stækkar hratt og mun gera það áfram. Skuldbindingarnar eru þó miklar og spurning hvort sjóðirnir munu standa undir lífeyrisgreiðslum í framtíðinni vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar.“

 

Sagði Þórey að LSR sé stærsti lífeyrissjóðurinn innan sambandsins. VR og LSR er með 90 prósent eigna sjóðsins. Áskorunin eru að þjóðin er að eldast þó að þjóðin sé ung, en þróunin er sú að færra ungt fólk mun standa undir kerfunum þegar horft er til framtíðar. Stoðir lífeyriskerfisins eru þrjár: opinbert kerfi, sameignarsjóður og séreignarsjóður.

Fyrsta stoðin eru almannatryggingar eru tekjutengdar greiðslur sem allir munu alltaf þarfnast. Önnur stoðin er skyldubundið samtryggingarkerfi, lífeyrisgreiðslur sem geta hafist frá 60-80 ára og þriðja stoðin er frjáls lífeyrissparnaður laus til útborgunar frá 60 ára aldri og eru skiptar skoðanir um þessar stoðir.

 

Jöfnun launa á milli markaða
Markmið var sett um að lífeyriskerfið yrði samræmt með samkomulagi um að jafna lífeyrissréttindi á milli vinnumarkaða, almenna og opinbera. Árið 2016 var gert samkomulag milli ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga annars vegar og allra opinberra starfsmanna hins vegar um að jafna kjör hvað varðar lífeyrisgreiðslur. Fyrir hönd ríkisins undirrituðu forsætisráðherra og fjármálaherra samkomulagið. Tryggt væri að útgjöld á milli markaða væri jöfnuð með jafnri ávinnslu réttinda og lífeyristaka gæti hafist við 65 ára aldri og þetta nýja kerfi tók gildi í júlí 2017.

[Innskot blaðamanns. Hafa ber í huga að Sameyki berst fyrir því að ríkið standi við þessa samninga því laun opinberra starfsmanna eru um 17 prósent lægri en laun starfsfólks á almennum markaði. Samkomulagið gengur út á að jafna lífeyrisréttindin þannig að réttur launafólks verði sambærilegur hvort heldur sem um er að ræða starfsfólk sem unnið hefur hjá hinu opinbera eða á almenna markaðnum. Leiðréttingu á lífeyrisréttindum starfsfólks á almennum markaði átti að framkvæma á þremur árum og gekk það eftir. Leiðréttingin til opinberra starfsmanna, sem fólst í jöfnun launa á milli markaða, átti að framkvæma á 6- 10 árum. Ríkið hefur ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins sem gengur út á að jafna lífeyrisréttindin þannig að réttur launafólks verði sambærilegur hvort heldur um er að ræða starfsfólk sem unnið hefur hjá hinu opinbera eða á almenna markaðnum eftir að B deild LSR var lokað.]

„Nú liggur fyrir að grípa þurfi til varúðarsjóðs sem er 8,4 milljarðar og þurfa þá BSRB, BHM og KÍ að hefja umræður við ríkið um hvernig varasjóðnum verði ráðstafað. Ekki er hægt að skerða réttindi þeirra sem hafa hafið töku lífeyris frá árinu 2017 en til skoðunar er að skerða þá sem hefja lífeyristöku í dag,“ sagði Þórey að lokum.

 

Mikilvægt að lífeyrissjóðakerfið sé sjálfbært
Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, sagði að sjálfbærni lífeyrissjóðakerfisins væri grundvallaratriði.

„Í lögum segir að það megi ekki búa til meiri réttindakerfi en sem iðgjöldin í sjóðum standa undir. Það er grundvallaratriði þessi sjálfbærni og þá þarf í fyrsta lagi að meta á hverju ári hvort sjóður standi undir skuldbindingum sínum með iðgjöldum sjóðfélaga. Ef lífeyrissjóður breytir samþykktum sjóðsins þarf að endurútrreikna hvort sjóðurinn standi undir þeim og fái í kjölfarið breytingarnar samþykkar. Úttektina á þessum útreikningum gera hlutlausir aðilar til þess bærir; tryggingastærðfræðingar.Ráðuneyti þurfa að taka þessar úttektir til athugunar áður er samþykkt fæst fyrir breytingum. Maður á að fá 56 próent af launum eftir 40 ára starf miðað við lífeyristöku 67 ára. Sjóðirnir eru mismundandi, sumir sjóðir eru með lífeyristöku 65 ára, eins og LSR, en aðrir með 70 ára viðmiðunaraldur. Ef sá sem er greiðir í lífeyrissjóð með 70 ára viðmið hættir að vinna 67 ára lækka lífeyrisgreiðslurnar en ef sá sem er greiðir í lífeyrissjóð með 65 ára viðmið en starfar til 70 ára aldurs hækka lífeyrisgreiðslurnar,“ sagði Bjarni.

Sjá upplýsingar á ensku og pólsku inni á vefnum hjá landssamtökunum, Lífeyrisvit.