Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. ágúst 2022

Sjóðir í erfiðleikum vegna aukinna lífslíkna

Ragnheiður Helga Haraldsdóttir sviðstjóri áhættustýringarsviðs Brúar lífeyrissjóðs.

Ragnheiður Helga Haraldsdóttir sviðstjóri áhættustýringarsviðs Brúar lífeyrissjóðs fjallaði um hækkandi lífaldur á fræðslufundi BSRB um lífeyrismál.

„Í mannfjöldaspá Hagstofunnar kemur í ljós að þeir sem eru fæddir 2020 verða að meðaltali 88 ára. Það þýðir að fólk á vinnumarkaði fækkar en auðvitað er ánægjulegt að við verðum eldri en áður. Í lífeyrissjóðakerfinu eru sjóðfélagar með lífeyrisréttindi sem búið er að lofa þeim að dugi til æviloka. Það þýðir að greiðslur lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga hækka í heildina vegna lengri tíma. Samkvæmt útreikningum munu sjóðirnir ekki standa undir þessum skuldbindingum vegna hækkandi lífaldurs sem aftur kallar á endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu. Í dag er búið að smíða reikningslíkan sem reiknar greiðslur fyrir hvern einasta fæðingarárgang sem fer á lífeyri í framtíðinni. Skuldbindingar lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris inn í framtíðina munu því hækka gríðarlega mikið þó þeir séu ekki staddir þar í dag.

 

Skuldbindingar lífeyrissjóða hækka
Ef ekkert er að gert munu skuldbindingar lífeyrissjóðanna hækka vegna hækkandi lífaldurs en hlutfall launa í iðgjöld geta ekki hækkað miðað við fjárþörfina. Þess vegna þarf að endurskoða hvernig við þessu verður brugðist; annað hvort með skerðingu á lífeyrisréttindum þ.e. að viðkomandi fái lægra um hver mánaðarmót eða hvort hækka eigi viðmiðunaraldurinn til lífeyristöku. Í þessu sambandi eru mörgum spurningum enn ósvarað.

Áhrif lífeyristöku miðað við hækkun lífaldurs að meðaltali 88 ára er framreiknað að sjóðurinn yrðir 185 milljarðar en ef lífslíkur væru óbreyttar væri hann eins og hann er í dag 220 milljarðar. Því verður sjóðurinn í mínus vegna aukinna lífslíkna en væri í plús ef lífslíkur væru óbreyttar,“ sagði Ragnheiður Helga að lokum.