Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. ágúst 2022

Vinsældir danska eftirlaunakerfisins varð því að falli

Ásta Ásgeirsdóttir hagfræðingur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.

Ásta Ásgeirsdóttir hagfræðingur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða fjallaði um muninn á milli íslenska og danska lífeyrissjóðakerfisins í erindi á fræðslufundi BSRB um lífeyrismál.

„Danska eftirlaunakerfið varð mjög vinsælt hjá launafólki vegna þess hve réttindi og greiðslur voru góðar í sjóðnum. Ekki var skylda að greiða í það kerfi heldur þurfti launafólk að sækja um að fá að greiða í sjóðinn áður en það náði 30 ára aldri. Sem dæmi þá gat fólk hafið töku lífeyris 65 ára ef það hóf að greiða í sjóðinn 29 ára. Sjóðurinn var þó hugsaður fyrir þá sem væru að vinna líkamlega erfiða vinnu og og þyrftu því að hætta fyrr á vinnumarkaði en var þó ekki bundið í lög. Sökum þessa var farið í að leggja sjóðinn niður vegna fjölda þeirra sem hófu snemmtöku lífeyris því ekki var til fjármagn til að standa undir þessum réttindum. Segja má að vinsældir danska eftirlaunakerfisins hafi orðið því að falli og þær breytingar voru gerðar á því að í dag þarf launafólk að fara í gegnum nálarauga hvernig störfum það sinnti á vinnumarkaði til að fá réttindi í sjóðnum því snemmtaka lífeyris er, eins og áður sagði, hugsuð fyrir þá sem hafa sinnt líkamlega erfiðum störfum til að eiga rétt á snemmtöku lífeyris og er í raun úrræði sem á að gagnast fáum,“ sagði Ásta.

Sterkt hefur verið í umræðu á meðal launafólks í Danmerku um almenna lífeyrissjóðakerfið sú ósk að geta ráðið því sjálft hvenær það fer á lífeyrir þ.e. snemmtöku lífeyri (Arnepension). Árið 2022 var bundið í lög að fólk geti ráðið því hvort það hefur töku lífeyris 1-3 þremur árum fyrr ef það hefur starfað á vinnumarkaði í 40-44 ár, sem er viðmiðið. Almennt hefja danskir töku á lífeyri í dag 61 árs ef þeir eru fæddirfyrir 1960 en fólk sem er fætt t.d. árið 1971 fer á lífeyrir 69 ára. Þetta kerfi er hugsað út frá þeim tíma sem launafólk hefur verið virkt á vinnumarkaði, en nú er verið að huga að takmörkum á hámarksaldri hvenær fólk fer á lífeyri.