31. ágúst 2022
NSO-ráðstefna: Rússar freista með Vodka
Ráðstefnugestir sýna Úkraínu stuðning sinn.
Rússar bjóða fólki hærri laun en þau höfðu áður, bjóða fría opinbera þjónustu, leikskóla o.þ.h. og meira að segja bjóða fólki frítt Vodka. Aðferðin er augljóslega gerð til að veikja mótstöðuna og gera fólk móttækilegt fyrir áróðri þeirra að yfirtaka bæði fólkið og landið.
Í dag lauk NSO (The Nordic Council of Civil Servant Unions) ráðstefnunni í Halden í Noregi. Umræðuefni dagsins var innrás Rússa í Úkraínu og Oksana Huz Blanc og Ivanna Khrapko, ungir fulltrúar stéttarfélaga opinberra starfsmanna í Úkraínu, ræddu ástandið í sínu stríðhrjáða landi og þau áhrif sem árásir Rússa hafa haft á innviði þess. Þá sögðu þær frá því hvernig sjálfboðastarf ungs fólks í verkalýðshreyfingunni fer fram í Úkraínu.
Samstarf stéttarfélaganna lykilatriði í hjálpinni
Ivanna sagði að þau hefðu fengið góðar mótttökur á meðal Norrænna stéttarfélaga í opinberri þjónustu þegar innrásin hófst, bæði móralskan og fjárhagslegan stuðning, auk þess að upplýsingum frá þeim var miðlað til annarra stéttarfélaga innan Evrópu.
„Ungliðahreyfingin skipulagði hvernig ætti að hjálpa opinberum starfsmönnum að komast í skjól undan sprengjuregni Rússa þegar stríðið braust út og einnig tók unga fólkið fullan þátt í að hjálpa opinberum starfsmönnum og öðrum að sinna sínum störfum í gegnum skipulag og útsjónarsemi. Þá fólst okkar vinna í að koma skilboðum um ástandið á hverjum stað fyrir sig á milli fólks og deila upplýsingum um ástandið til annarra landa því mikilvægt var að láta umheimin vita, eins og nú um raunverulegt ástand vagna innrásarinnar, innviða og gang stríðsins í landinu.“
Hjálparstarf um alla Úkraínu
„Það var eins og að englar tækju á móti okkur hjá vinum okkar í stéttarfélögum Norðurlandanna, móttökurnar voru svo hlýjar og velkomnar þegar við höfðum samband þegar innrás Rússa hófst í Úkraínu. Norrænu stéttarfélögin hafa stutt starf ungliðahreyfingarinnar, miðlað upplýsingum og veitt okkur margvíslegan stuðning sem er lykilatriði. Áherslan í dag er að fá fleiri stéttarfélög, útlend og Úkraínsk, til að vinna með okkur að hjálpa almenningi, börnum og þeim sem eldri eru, konum og körlum. Í öllu þessu starfi hefur almenningi í Úkraínu orðið ljóst hvað stéttarfélög eru þeim mikilvæg. Þetta hjálparstarf ungliðahreyfingarinnar fer fram um alla Úkraínu og er skipulagt í bæjum og borgum, á lestarstöðvum og almenningsgörðum þrátt fyrir stríð og hörmungarástand. Í því sambandi er það vinum okkar, stéttarfélögunum á Norðurlöndunum, m.a. að þakka að við getum haldið áfram okkar mikilvæga starfi í Úkraínu,“ sagði Ivanna og þakkaði fyrir stuðninginn.
Forseti landsins setur lög sem hamla stéttarfélögum
Oksana Huz sagði að starfsmenn hafi orðið að flýja hús stéttarfélaganna í Kyiv vegna stríðsins og aðgerða forseta Úkraínu sem hefur sett lög sem banna starfsmannafélög innan stofnana sem hafa færri en 250 starfsmenn. Það þýðir að litlir möguleikar eru á að starfsfólk geti myndað starfsmannafélög og starfað í stéttarfélögum.
„Það er mjög slæmt fyrir félaga okkar að Volodymyr Zelensky, forseti landsins, skuli setja slík lög sem sögð eru sett til að koma í veg fyrir spillingu. Þau hafi vegna þessa ekki lengur aðgang að opinberum gögnum. Þá hafa Rússar búið til gervi stéttarfélagssamband á þeim svæðum sem þeir hafa hertekið og hafið áróður um að það muni verja réttindi opinberra starfsmanna og annarra á þessum hernumdu svæðum. Sambönd stéttarfélaga og stéttarfélög almennt í Úkraínu eru því orðin að mati í áróðurstríði Putins og félaga til að hafa áhrif á almenning.“
Rússar bjóða fría opinbera þjónustu og Vodka
Oksana skýrði frá því að Rússar segja við fólkið sem starfar á herteknum svæðum í Kherson; að þau séu nú hluti af Rússneska sambandinu og séu nú félagar í Rússneskum verkalýðsfélögum. Ótti við ógnir Rússa heldur því föngnu og óvissan hjá fólkinu er auðvitað mikil líka.
„Rússar bjóða fólki hærri laun en þau höfðu áður, bjóða fría opinbera þjónustu, leikskóla o.þ.h. og meira að segja bjóða fólki frítt Vodka. Aðferðin er augljóslega gerð til að veikja mótstöðuna og gera fólk móttækilegt fyrir áróðri þeirra að yfirtaka bæði fólkið og landið. Hermenn Rússa hafa t.d. farið með starfsfólk, líka almenning, í Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia og þvingað það þar til að halda því fram opinberlega að það sé dásamlegt að vinna fyrir Rússland. Þá nota þeir kjarnorkuverið sem vopn í stríðinu og þannig ógna Úkraínu og Evrópu og herir Úkraínu eiga þess vegna erfitt með að verjast. Þarna er mjög mikil hætta á ferð. Rússar hafa líka tekið úr sambandi kjarnaofn sem sjá stórum hluta landsins fyrir rafmagni. Við vonum að alþjóðasamfélagið grípi í taumana og hjálpi Úkraínu að verja kjarnorkuverið,“ sagði Oksana Huz að lokum.
Tillaga að ályktun kom fram á fundinum að NSO styðji opinber stéttarfélög í Úkraínu og mótmæli því sem forseti landsins hefur gert, að loka byggingum opinberra starfsmanna í Kyiv og setja lög sem hindra að starfsólk geti stofnað starfsmannafélög sem eru aðilar að stéttarfélögum.