Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. september 2022

Stytting vinnuvikunnar baráttumál BSRB í áratug

Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál. Ljósmynd Haraldur Jónasson

Formaður BSRB segir í grein sinni á Kjarnanum, Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál, að eitt af helstu baráttumálum bandalagsins síðastliðinn áratug sé stytting vinnuvikunnar.

„Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt af stærstu baráttumálum BSRB undanfarinn áratug. Við náðum stórum áfanga í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög árið 2020. Þá var samið um allt að 36 stunda vinnuviku hjá dagvinnufólki byggða á endurskipulagi innan vinnustaða og allt niður í 32 stunda vinnuviku hjá vaktavinnufólki sem vinnur á öllum tímum sólarhringsins og gengur þyngstu vaktirnar, hvorutveggja án launaskerðingar.“

Sonja Ýr segir að stytting vinnuvikunnar komi ekki niður á afköstum hjá starfsfólki í dagvinnu og að markmiðið með styttingu vinnuvikunnar sé m.a. að bæta velsæld. Þá segir hún að framtíðarvinnumarkaðurinn byggir á sveigjanleika í störfum vegna eðils þeirra.

„Almennt er talið að um helmingur fólks á vinnumarkaði dagsins í dag geti stjórnað hvaðan það vinnur, hvenær og hversu mikið. Flest spá því að til framtíðar muni sveigjanleiki í þessum störfum aukast og fólk ráði þessu alfarið sjálft, enda verði áherslan þá á verkefnin í stað stimpilklukku. Í þeirri framtíðarmúsík verðum við að velta því fyrir okkur hvort við ætlum áfram að láta launafólk sem ekki nýtur þessa sveigjanleika, hinn helminginn, vinna sömu gömlu vinnuvikuna og var komið á þegar langafar okkar voru að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði.“

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is