Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. október 2022

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlífir hátekjufólki

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir efnahagsmálin vera í ólestri hjá ríkisstjórninni í grein sinni, Hvernig eyðileggja skal samfélag, á vef Kjarnans. Hann segir að stefna ríkisstjórnarinnar felist í að auka álögur á láglauna- og millitekjuhópa en hlífa hálaunafólki við að bera byrðarnar í samfélaginu.

„Rúmlega 38 þúsund heimili eiga erfitt með að ná endum saman og 52 prósent af þeim hópi eru einstæðir foreldrar. Það blasir við að sá hópur sem nær ekki endum saman fer vaxandi þar sem kaupmáttarrýrnun er 4 prósent á þessu ári á meðan verðbólgan mældist 9,3 prósent á ársgrundvelli nú í september. Það er augljóst hver stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir er. Hún felst í að auka álögur á láglauna- og millitekjuhópana í samfélaginu og láta þá bera byrðarnar en hlífa hálaunafólki, sem greiðir hlutfallslega lægri skatta vegna fjármagnstekna.“

 

Þá segir Þórarinn að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur velur að nýta ekki þá tekjustofna sem blasa við til að skapa betra samfélag.

„Hún velur að styrkja ekki innviðina og almannaþjónustuna með því að nýta sjálfsagða tekjumöguleika ríkisins innan fjárlaganna. Tekjumöguleika eins og hátekjuskatt, bankaskatt, hvalrekaskatt og hækkun fjármagnstekjuskatts – svo ekki sé talað um sanngjarnari skattlagningu fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar.“

Lesa má grein Þórarins Eyfjörð á vef Kjarnans hér.