Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. október 2022

Hentugleikaframsetning notuð til rökstuðnings launaþróunar opinbers starfsfólks

Sannleikurinn er hins vegar sá að krónutölur sem leggjast á lágar upphæðir vega þungt í prósentureikningum en gefa engu fleiri krónur í vasann. Ljósm./Hari

Guðmundur Freyr Sveinsson, deildarstjóri kjaradeildar Sameykis, segir í síðasta tbl. Sameykis að hentugleikaframsetning hefur verið notuð til að rökstyðja málflutning um að opinberir starfsmenn leiði launaþróun í landinu með því að vísa í prósentur.

„Í síðustu kjarasamningum var samið um krónutöluhækkanir fyrir þá starfsmenn sem eru á föstum töxtum, sbr. opinbera starfsmenn. Heildartala hækkana á tímabilinu nam 90.000 kr. og komu á grunnlaun á eftirfarandi tímum:



Það sem hefur gerst í kjölfarið er að hentugleikaframsetning hefur verið notuð til að rökstyðja málflutning um að opinberir starfsmenn leiði launaþróun í landinu með því að vísa í prósentur, þ.e. að starfsmenn Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga hafi hækkað um allt að 30 prósent á tímabilinu meðan almenni markaðurinn hafi aðeins hækkað um rétt rúm 20 prósent.“

Segir Guðmundur Freyr að sannleikurinn sé allt annar og launamunur mælist lægri hjá opinbera launamarkaðnum samkvæmt Kjaratölfræðinefnd.

„Sannleikurinn er hins vegar sá að krónutölur sem leggjast á lágar upphæðir vega þungt í prósentureikningum en gefa engu fleiri krónur í vasann. Sannleikurinn er einnig sá að viðkomandi starfsmenn mælast enn með lægstu launin á vinnumarkaðnum eða á bilinu 619–627 þúsund krónur á mánuði í reglubundin laun til samanburðar við 689 þúsund á almenna markaðnum samkvæmt Kjaratölfræðinefnd í júní 2022.“

Þá segir hann að í þeirri verðbólgu sem nú ríkir þurfa allir að leggjast á eitt að tryggja sem mesta velferð í samfélaginu. Þar er ábyrgðinni oft skellt á launafólk sem situr undir áróðri um að launahækkanir geri ekki annað en að kynda undir verðbólgubálinu.

„Seðlabankinn hefur þar á meðal verið duglegur að vísa til ábyrgra kjarasamninga og um leið keyrt vexti áfram sem bitnar hvað mest á þeim sem minnst hafa. Á þessu eru hins vegar aðrar hliðar sem mætti heyrast meira um en það er ábyrgð þeirra sem selja vörur og þjónustu í landinu. Það hefur nefnilega hingað til ekki staðið á verðhækkunum þegar samfélagið má minnst við þeim og því er ánægjulegt að sjá nokkur fyrirtæki stíga fram í haust og lofa föstu verðlagi á vörum sínum a.m.k. fram að áramótum. Einnig er alveg ljóst að í landinu eru mikil verðmæti og enginn peningaskortur á mörgum stöðum. Viðfangsefnið í kjarasamningum er nefnilega ekki aðeins að tryggja kaupmátt heldur líka réttláta skiptingu í landinu. Það er nefnilega nóg til.“

Hægt er að lesa grein Guðmundar Freys hér.