Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. nóvember 2022

Jólaskemmtun Sameykis haldin í desember

Frá jólaskemmtun Sameykis 2019.

Sameyki mun halda fjölskylduskemmtun, jólaball, fyrir félagsfólk sitt í Gullhömrum í Grafarholti sunnudaginn 11. desember kl. 11:00. Verð fyrir hvern miða er kr. 1.000 og félagsfólk getur keypt allt að 10 miða að hámarki. Síðasti dagur til að kaupa miða er fimmtudagurinn 8. desember.

Það er mikið gleði er að geta loksins haldið jólaball á ný eftir heimsfaraldur en síðast stóð Sameyki fyrir slíkri skemmtun 2019.

Hægt er að kaupa miða á fjölskylduskemmtunina á Orlofshúsavef Sameykis.