Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. nóvember 2022

Spennandi námskeið framundan fyrir félagsfólk

Námsekið Sameykis hjá Gott að vita.

Á næstunni eru nokkur spennandi námskeið hjá Gott að vita nú í nóvember. Sameyki hvetur félagsfólk til að skrá sig á námskeiðin sem eru þeim að kostnaðarlausu.

Gaman er að læra að prjóna sína eigin húfu og á námskeiðinu er fólki kennt fyrstu handtökin við þá iðju. Svavar Knútur býður upp á stórskemmtilegt Ukulele námskeið og fer yfir grundvallaratriði í leik og söng með samspili og leiðsögn. Börn eru auðvitað velkomin með á námskeiðið hjá Svarvari Knút.

Þá er boðið upp á námskeið í því hvernig við nærum „delluna“ í okkur. Þetta er námskeið fyrir fólk á besta aldri. Fjallað verður um styrkleika, tengsl og fleiri áhrifamikla grunnþætti lífsgæða.

Svo er námskeið þar sem fjallað verður um hvað styrkleikar eru, hvernig þeir birtast hjá okkur, hvernig hægt er að nýta þá á nýjan hátt og þróa þannig að þeir komi okkur til góða og auki hamingju. Þátttakendur greina styrkleika sína og kenndar eru hagnýtar aðferðir sem þátttakendur geta notað til að efla þá.

Hægt er að sjá ítarlegri upplýsingar um námskeiðin framundan og skrá sig með því að smella á tengil við hvert námskeið.

Lærðu að prjóna húfu, mánudaginn 14. nóvember. Skrá mig á námskeið
Ukulele, þriðjudagur 15. nóvember og fólk hvatt til að taka börn með sér. Skrá mig á Ukulele námskeið
Að næra delluna sína, þriðjudag 15. nóvember. Skrá mig á námskeið
Styrkleikastofa, hefst fimmtudag 17. nóvember. Skrá mig á námskeið