16. nóvember 2022
Stofnun ársins hafin
Nú er könnunin Stofnun ársins hafin. Hún er samstarfsverkefni Sameykis, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Reykjavíkurborgar.
Allt starfsfólk Reykjavíkurborgar með í fyrsta sinn
Tilgangur könnunarinnar er að efla starfsumhverfi félagsfólks og starfsfólks í almannaþjónustu. Stofnun ársins veitir mikilvægar upplýsingar um styrkleika og áskoranir í starfsumhverfi vinnustaða, stofnana og starfsstaða starfsfólki til hagsbóta. Reykjavíkurborg tekur nú í fyrsta sinn þátt í könnuninni fyrir allt starfsfólk borgarinnar burtséð frá félagsaðild, líkt og ríkið hefur gert undanfarin ár.
Sameyki býður einnig öllum stofnunum utan ríkisins að taka þátt í könnuninni fyrir allt starfsfólk – án tillits til þess hvort starfsfólkið sé í Sameyki eða ekki. Þetta gildir um stofnanir sveitarfélaga, sjálfseignarstofnanir og fyrirtæki borgarinnar. Þær stofnanir greiða sjálfar fyrir þátttöku þeirra sem eru ekki í Sameyki.
Dettur þú í lukkupottinn?
Allir sem klára könnunina fara sjálfkrafa í happdrættispott. Úr hópi svarenda Sameykis verða alls dregnir 12 vinningar úr innsendum svörum:
• Tvö gjafabréf frá Icelandair að andvirði 60 þúsund krónur hvort.
• Fjórir vinningar eru 30.000 kr. gjafabréf í Hörpu.
• Fimm vinningar eru helgardvöl í orlofshúsum, utan úthlutunartíma.
• Einn vinningur er vikudvöl í orlofshúsi á Spáni, utan úthlutunartíma.
Vinningsnúmer verða birt í febrúar á næsta ári á vef Sameykis. Einnig verður haft samband við vinningshafa. Niðurstöður úr vali á Stofnun ársins verða svo birtar í febrúar á vef Sameykis.
Tengill á könnunina verður sendur í tölvupósti til þátttakenda. Félagsfólk í Sameyki getur nálgast könnunina inn á Mínum síðum.
Sjá frekari upplýsingar um könnunina hér.