Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. nóvember 2022

Mistök Seðlabankans leiddu til gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, segir í pistli að ríkisstjórnin geri launafólk ábyrgt fyrir hagstjórn landsins. Hún segir að það hafi verið mistök Seðlabanka Íslands sem leiddu til gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði og í kjölfarið valdið mikilli verðbólgu sem leitt hefur til þeirrar framfærslukrísu sem almenningur er í.

Sigríður Ingibjörg segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sé ekki brugðist við þessum mikla vanda sem blasir við launafólki og í frumvarpinu sé þvert á móti boðað til niðurskurðar í styrktarkerfunum.

„Staðan sem blasir við núna er sú að mistök Seðlabankans leiddu til gríðarlegrar hækkunar fasteignaverðs, sem gerir fólki erfiðara fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn, og verðbólgu sem veldur því að ráðstöfunartekjur launafólks duga skammt fyrir nauðsynjum. Vaxtahækkanir bankans til að bregðast við verðbólgu bitna síðan verst á skuldsettum heimilum. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er ekki að bregðast við þeim vanda sem blasir við launafólki. Þvert á móti boðar það niðurskurð á barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og stofnframlögum til almennra íbúða.“

Byggja þarf 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum
Bendir hún á vegna uppsafnaðrar þarfar og fólksfjölgunar þurfi að að byggja 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum og segir að bandalög launafólks hafi lagt ríka áherslu á húsnæðismál í aðdraganda kjarasamninga.

„BSRB hefur, ásamt ASÍ, BHM og KÍ, lagt ríka áherslu á húsnæðismál nú í aðdraganda kjarasamninga enda er viðráðanlegur húsnæðiskostnaður ein af undirstöðum lífskjara launafólks. Samtökin hafa fylgt kröfum sínum eftir gagnvart stjórnvöldum og átt samráð um aðgerðir.

Lesa má pistil Sigríðar Ingibjargar hér.